Amazon
ónei, ég var að gera óskalista á amazon, reyndar eru bara tveir hlutir inn á honum og annar reyndar frekar dýr. Enn að velta því fyrir mér hvort ég ætti að kaupa þá.
Fékk að borða í vinnunni sem var mjög gott, reyndar stalst ég í að fá mér smá gos með matnum sem er ekki nógu gott! Það munar ekkert smá um að geta hjólað í vinnuna, það er svo mikið betra. Verst er þegar hálka er og snjór því þá fer ég ekki á hjólinu.
Birgir valdi KFC í hádeginu sem var alveg ágætt, langt síðan ég hef komið þangað. Kom á óvart að ég sá konu ábyggilega yfir 40 að afgreiða en yfirleitt hafa þetta nú verið ungar stelpur. Þýðir það að unga fólkið er búið að koma sér í skóla útaf ástandinu í landinu og eldri konur fá ekkert annað og enda á skyndibitastöðum eða er þetta eitthvað annað?
Annars virtist Birgir ágætlega sáttur við afmælisgjöfina mína en ég gaf honum bókina Dating for Dummies en það var bara smá skot á hann, en hann hafði gaman af og gat hlegið eitthvað af þessari bók.
puff
fimmtudagur, nóvember 07, 2002
Birt af Linda Björk kl. 20:58
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli