Kúba
Var í tíma í þróunarlöndum þar sem mikið var talað um Kúbu einnig voru sýndar slides myndir þaðan. Mikið rosalega langar mig til Kúbu, svo svekkt að við fórum ekki vorið 2001 eins og til stóð í námsferð. Mig langar til Kúbu, Kúbu, Kúbu!
Kúba
föstudagur, nóvember 29, 2002
Loftmyndatúlkun lokið
Þá hef ég þá ánægjulegu fréttir að færa að verkefninu í loftmyndatúlkun er hér með lokið. Einungis á eftir að fá einn hópmeðlim til að skrifa undir og binda ritgerðina svo inn og skila henni í fyrramáli. Prentun hófst tíu mínútur yfir miðnætti og biðum við í von og óvon með að eitthvað hræðilegt mundi gerast svo við þetta mundi nú ekki takast. En prentunin gekk eins og í sögu sem betur fer. Þær voru síðan að yfirgefa mig fyrir stuttu. Má nefna sem dæmi hvað við vorum hugfangnar af þessu verkefni að tvær af stelpunum gleymdu að sækja kallana sína í vinnuna í dag og þeir náðu síðan ekki í þær því önnur var með slökkt á hringingunni á símanum sínum og hin gleymdi símanum út í bíl. Þannig að kallarnir þurftu gjöra svo vel að redda sér. En þessu er lokið en þá tekur bara annað við.
Góða nótt!
miðvikudagur, nóvember 27, 2002
Loftmyndatúlkun
Lesendur síðunnar eru ábyggilega alveg komin með nóg hvað ég skrifa mikið um þetta námskeið en ég er líka komin með nóg. Enn erum við að vesenast í þessari ritgerð og mikið stuð búið að vera heima hjá mér síðustu daga. Íbúðin er næstum öll undirlögð af þessu verkefni. En þessu er senn að ljúka (vonandi).
Ég hef ekki haft mikinn tíma til að skrifa hérna inn seinustu daga og í raun ekki núna því mun ég bæta fyrir það seinna.
hafið það gott!
þriðjudagur, nóvember 26, 2002
Sigur Rós
Búin að kaupa miða á Sigur rósar tónleika 12.desember. Verð á fyrsta bekk spurning hvort maður fær hálsríg. Hlakka til en annars er ég mjög þreytt!
seinna
föstudagur, nóvember 22, 2002
Símreikningur
Mér til mikillar gleði þá lækkaði símreikningurinn minn þennnan mánuðinn til muna miða við seinasta mánuð :) spurning hvort ég ætti að fara bara út svona annað slagið hehe að vísu í þessu tilfelli þá hefur eyðslan bara færst til ;-) er að greiða þá visa kortið eftir Bandaríkjaförina í stað símreiknings. Allavega ég er samt ánægð yfir þessum breytingum þannig að verð bara að halda áfram á þessari braut. Árni var líka einhvern tímann að tala um að ég ætti að skrifa ferðasögu um Chicago ferðina en ég hugsa að ég geri það ekki heldur tíni til svona athyglisverða punkta sem voru í ferðinni. Svona þegar ég nenni og gef mér tíma til.
lækka lækka
fimmtudagur, nóvember 21, 2002
Teljari
Um daginn fór ég að skoða á teljaranum hve margir hefðu komið og slíkt, það sem kom mér á óvart er að einhver var að leita að samförum á einhverju leitarvef sem ég man ekki hver er en ég fór að hugsa því í ansk... ég kom þá upp og lá við að ég hafi farið hjá mér við þessar upplýsingar því ekki mundi ég eftir að hafa neitt slíkt á minni síðu. En síðan kom sannleikurinn í ljós, því fyrr í haust talaði ég um rofnar samfarir og þá að sjálfsögðu kom síðan mín upp. Mér finnst þetta frekar fyndið. Þannig að nú ætti aftur að koma upp úr því að ég er enn og aftur búin að skrifa um samfarir.
Sérðu ljósið!
Nýr bloggari
Það er komin nýr gamall bloggari í hópinn. Jens er byrjaður að blogga aftur :-) þannig að linkurinn hér til hliðar er orðinn virkur en hann bloggar undir nafninu Sivar. Hlakka til að lesa röflið hans Jens
velkominn
Subway
Fór á subway í hádeginu seinasta þriðjudag með Siggu, sem er svo sem ekki frásögu færandi. Fyrir utan það að mér líkar ekkert sérstaklega vel við subway. En ég og Sigga hittum þarna stelpu sem var með okkur í grunnskóla og Sigga byrjar að tala við hana á fullu, og þegar við erum búnar að kaupa matinn okkar og á leiðinni upp segir Sigga við hana að hún geti komið upp og sest hjá okkur. Nú þegar við erum sestar niður það er að segja ég og Sigga þá spyr Sigga mig hver þetta sé........ hahaha hún vissi að hún kannaðist við hana ætti að þekkja hana en bara mundi ekki hvaðan. Frekar fyndið og týpísk Sigga. Talar á fullu við einhvern og hefur síðan ekki hugmynd um hver þetta er. Þá er eins gott að hafa mig með ;-)
Annars er ég komin með ógeð á þessu loftmyndatúlkunarverkefni. Við vorum í allan gærdag heima hjá mér að vinna í þessu verkefni og enn er hellingur eftir :-( barasta ekkert gaman. Fyrir utan allt hitt sem situr á hakanum.
leið...
mánudagur, nóvember 18, 2002
Auli dagsins!
Ég ætla að útnefna aula dagsins, en það er engin annar en ég sjálf. Jamm ég er auli dagsins, ekki það að ég ætli að fara að hafa einhverja niðurrifsstarfsemi um mig því það er engum manni hollt en ég get bara ekki orðum bundist yfir aula háttnum mínum :( Þannig er mál með vexti (er ég ekki klár í orðatiltiltækjum) að ég fór upp í tæknigarð í dag til að vinna að verkefni í loftmyndatúlkun en við erum að hnita inn á kort. Ég opnaði forritið sem við notum og finn að ég hélt skjölin og myndina sem við erum að vinna með. Vissi að seinast voru stelpurnar lengur en ég að hnita inn og var því hissa hvað þær voru búnar með lítið miðað við tímann sem þær voru að gera þetta. Allt í lagi ég byrja og er náttúrulega í vandræðum með hitt og þetta og er óviss með viss atriði. Svo hringir í mig stelpa úr hópnum og spyr hvernig gengur og ég segi henni frá því að það gangi nú bara ekki nógu vel. Þannig að hún kemur og skoðar og er einnig hissa hvað lítið er búið að hnita inn. Þannig að hún fer að skoða skjölin aðeins betur og finnur hið rétta skjal og þar er sem betur fer búið að hnita helling inn. En það gerir mína vinnu að engu því ég var ekki að gera þetta á rétt skjal og því er ég vel komin að titlinum Auli dagsins.
Annars var helgin fín fyrir utan hvað kom litlu í verk í sambandi við lærdóm. En hún var fín á þann veginn að ég fékk kvöldmat alla dagana (fös-, laug- og sunnudag) og þurfti ekkert að hafa fyrir þeim sjálf sem er alveg frábært. Fékk að borða hjá náttúruvernd á föstudaginn, borðaði kvöldmat hjá pabba og Lindu á laugardagskvöldið og svo buðu Guðmunda og Stebbi mér í mat á sunnudagskvöldið. Svo spiluðum við viltu vinna milljón eftir mat og það var ekki ég sem vann milljónina en hins vegar var ég heldur ekki með minnsta peninginn að leik loknum :) sem mér þykir náttúrulega stór plús.
brostu
laugardagur, nóvember 16, 2002
Töðugjöld
Var á töðugjöldum hjá Náttúruvernd ríkisins, en það er semsagt hálfgerð uppskeruhátið eftir sumarið. Þarna eru samankomnir landverðir og þjóðgarðsverðir sem segja frá starfinu á sínum svæði þetta sumarið. Þetta var mjög skemmtilegt, ekki síst að heyra hvað Guðbjörg þjóðgarsvörður í þjóðgarðinum Snæfellsjökli var ánægð með landverðina sem hún hafði í sumar :) en ég var einmitt ein af þeim. Það var líka svo góð mæting hjá þessu svæði en við mættum öll. Svo fengum við líka pizzu, (bjór) og kók, gott að þurfa ekki að hugsa fyrir kvöldmat. Fórum síðan nokkrir landverðir á kaffihús reyndar voru landverðir sem voru í Herðubreiðalindum í meirihluta þannig að talað var meira um þeirra svæði heldur en annarra heheehe. Þetta var mjög fínt og skemmtilegt að hitta aftur liðið sem ég var að vinna með í sumar. Þá er bara að bíða eftir innflutningspartý sem var búið að lofa okkur.
bíó
Það er að fara að koma heill hellingur af myndum sem mig langar að fara á, veit ekki alveg hvað ég á að gera, bæði er þetta svo dýrt og ég barasta ætti alls ekki að hafa tíma til þess að fara í bíó. Einnig vantar mig einhvern til þess að fara með mér á Tom Hanks myndina Road to per...... eitthvað. Þoli nefnilega ekki að fara ein í bíó, finnst það frekar mikið leiðinlegt og einmanalegt.
lalalala
miðvikudagur, nóvember 13, 2002
Frægt fólk!
Fór út í Nóatún í JL húsinu áður en ég fór í vinnuna, ekkert nema frægt fólk sem kemur þangað virðist vera. Þegar ég var að ganga að kassanum sá ég Jón Ársæl fréttamann á stöð 2 við kassann, hefði átt að athuga hvað hann var að kaupa hehehe síðan þegar ég var að bíða eftir því að röðin kæmi að mér hver heldur að hafi gengið þarna inn annar heldur en Davíð Oddsson sjálfur forsætisráðherra.
Merkilegt? NOT!
c'est la vie
Montin!
Hann Árni var með spurningu á heimasíðunni sinni og ég er rosa montin vegna þess að ég vann :) reyndar ekki margir sem tóku þátt en ég hafði rétt fyrir mér. Á tímabili var ég samt farin að efast um að þetta væri rétt eftir samtal við ákveðinn aðila en........ ég VANN!
Bara spurning um hvenær ég fæ ísinn sem mér var lofað ;-)
Ég virtist hafa verið nokkuð heppin með háskólapóstinn minn því það voru víst margir sem voru að fá yfir 100 og eitthvað pósta í gær vegna vírusar í póstkerfinu eða eitthvað álíka en ég fékk einungis 9 en þeir vildu ekki eyðast út fyrr en seint og síðameir. Reyndar eru nokkur vandræði núna með webmailið því það er svo slow og svo hef ég grun um það að það hafi ekki sent alveg alla þá pósta sem ég var að senda. Sem þýðir að ég þarf að senda þá aftur :( sem er ekki nógu gott. Annars er ég að fara að vinna núna á eftir, ekki mjög spennandi og hef í raun allt of mikið að gera til þess að vera að fara að vinna. En svona er þetta togast á í manni að eiga nú fyrir reikningunum og skólinn. Reyndar segir það sig sjálft að ég verð náttúrulega að sinna skólanum meira því ef ég næ ekki einhverju þá lendi ég í vandræðum með LÍN sem þýðir að þá er maður komin í vítahring. Mig langar ekki til þess! En í vinnuna fer ég.
Áfram gakk
föstudagur, nóvember 08, 2002
Misskilningur
Ég er alger sauður! Ég mætti í umræðutíma í morgun í Þróunarlöndum því ég var sannfærð um það að hann yrði. Sem betur fer var ég ekki alveg ein um þá skoðun en þa voru samt ansi fáir mættir og enginn kennari. Þetta leiddi þó eitt gott af sér að ég kláraði loksins verkefnið sem ég átti að gera. Merkilegt hvað mér finnst alltaf eitthvað svo erfitt að byrja að skrifa þegar ég er að gera ritgerðir og annað.
sauður!
fimmtudagur, nóvember 07, 2002
Amazon
ónei, ég var að gera óskalista á amazon, reyndar eru bara tveir hlutir inn á honum og annar reyndar frekar dýr. Enn að velta því fyrir mér hvort ég ætti að kaupa þá.
Fékk að borða í vinnunni sem var mjög gott, reyndar stalst ég í að fá mér smá gos með matnum sem er ekki nógu gott! Það munar ekkert smá um að geta hjólað í vinnuna, það er svo mikið betra. Verst er þegar hálka er og snjór því þá fer ég ekki á hjólinu.
Birgir valdi KFC í hádeginu sem var alveg ágætt, langt síðan ég hef komið þangað. Kom á óvart að ég sá konu ábyggilega yfir 40 að afgreiða en yfirleitt hafa þetta nú verið ungar stelpur. Þýðir það að unga fólkið er búið að koma sér í skóla útaf ástandinu í landinu og eldri konur fá ekkert annað og enda á skyndibitastöðum eða er þetta eitthvað annað?
Annars virtist Birgir ágætlega sáttur við afmælisgjöfina mína en ég gaf honum bókina Dating for Dummies en það var bara smá skot á hann, en hann hafði gaman af og gat hlegið eitthvað af þessari bók.
puff
Dugleg
Ég er búin að vera alveg ágætlega dugleg í nammibindindinu núna í þessari viku. Reyndar kom einn svindldagur í gær þar sem það var saumaklúbbur en þá er allt í lagi að fá sér það sem er á boðstólnum eða það finnst mér. Enda er þessi svindldagur bara einu sinni í mánuði. Að sjálfsögðu var mjög gaman í saumaklúbbnum í gær, alltaf gaman að hitta stelpurnar. Ég er hins vegar búin að komast að því að ég er unglingurinn í hópnum og vinkonur mínar eru að eldast ;-) flest allar að taka pillur við hinu og þessu........... sussum svei. Segir bara hversu ung ég er, hugsa að ég sé ekkert á sama aldri og þær. Er ég í afneitun? Kannski.....
Afmæli
Hann Birgir á afmæli í dag! Til hamingju með afmælið Birgir, vonandi nýtur þú dagsins og hádegismatarins. Við erum að fara í afmælishádegisverð saman, hann fær að velja staðinn. Vona samt að það verði ekki Mcdonalds, ótrúlegt hvað hann er hrifinn af þessum stað. Búin að komast að því að Mcdonalds er mikið betri í útlöndum heldur en hér heima. Ekki veit ég þó hvers vegna. Reyndar er betra gosið hérna heldur en úti :)
hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag........
miðvikudagur, nóvember 06, 2002
Uppgefin
Búin að vera í allan dag að fara yfir verkefni hjá nemendum í verkefnatímanum og er því frekar uppgefin og komin með leið á tölvunni. Reyndar ekkert getað farið þennan hefðbundna blogghring. Það er alveg rosalegur tími sem er að fara í yfirferð á verkefnum. Vorum að fara yfir einstaklingsverkefni og þetta eru hátt í sextíu manns ef ekki meira. Talandi um að maður sé orðinn heiladauður.
Hins vegar afrekaði ég það í gær að þrífa sameignina og skila henni af mér. Horfði reyndar á Judging Amy fyrst.
skildu eftir skilaboð
þriðjudagur, nóvember 05, 2002
Höfuðverkur
Rétt til getið ég er með hausverk, sem er ekki skemmtilegt þegar maður er í vinnunni og þarf að glápa á tölvuskjá og vera í símanum. Ekki gott fyrir hausverkinn. Svo þegar ég kem heim bíður mín ekkert skemmtilegt verk því ég þarf að þrífa sameignina.
Stór möguleiki að ég missi af Judging Amy þar sem ég þarf að þrífa en reyni þá bara að vera fljótari. Þetta er heldur ekkert svo mikið.
Sá Marilyn Manson í Jay Leno í gær, mikið rosalega er þessi maður óhuggulegur, gæti ábyggilega verið hið vænsta grey enda held ég að það hafi ekki verið gott fyrir orðspor hans að vera í Jay Leno þætti hehehe en allavega fatta ekki þetta útlit en honum tekst þó að vekja athygli sem er eflaust erfitt að fá þarna í Hollywood þannig að honum hefur tekist áætlunarverkið sitt.
Öllum líka frjálst að koma að sækja mig i vinnuna og skutla mér heim :)
Langar heim!
mánudagur, nóvember 04, 2002
Þrif!
Ótrúlegt en satt þá þreif ég heima hjá mér í gær þannig að fólki er óhætt að kíkja í heimsókn núna næstu daga meðan hreint er ;-), á líka sameigninga þessa viku þannig að ómöglegt að hafa sameignina hreina en allt skítugt hjá mér. Gerði tvær tilraunir til þess að fara í Krísuvík um helgina til þess að fara í vettvangsferð sem ég missti af þegar ég var í Chicago, en ég er svoddans auli þannig að mér varð lítið úr verki :-( reyndar held ég að betra hefði verið hefðum við farið tvær eða álika. Gat þó notað aðeins GPS tækið sem ég var með til þess að taka staðsetningar á nokkrum stöðum og núna er alveg áhugi á því að eignast slíkt tæki. Veit þó alveg ekki til hvers en kannski er það bara svona trend sem tilvonandi landfræðingur og sem landvörður verður að eignast. Verður maður þá ekki að eignast slíkt tæki hehehe. Held reyndar að þau séu frekar dýr þannig að það mun bíða í lengri lengri tíma.
Það var svona hálf partinn skorað á mig að skrifa ferðasöguna til Chicago hérna inn en ég veit ekki hvort ég geri það alveg. Sett kannski frekar það sem kom mér á óvart og hvað mér líkaði ekki og þess háttar heldur en eiginlega ferðasögu því ég var búin að skrifa eitthvað um það sem ég gerði úti.
Afmæli!
Óskar hennar Bellu á þrítugsafmæli í dag og vil ég óska honum innilega til hamingju með daginn :) en saumaklúbburinn var í afmæli hjá honum á laugardagskvöldið!
með allt á hreinu.....