BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, september 07, 2008

Vettvangsferð

Var í vettvangsferð með vistfræðinni (skólinn) allan laugardaginn, vorum frá 8-17 eða keyrðum frá vettvangi kl. 17.00. Vorum að safna sgögnum til þess að meta gróðurþekju og ráðandi gróðurfari (tíðni) gróðurs á mismunandi svæðum. Eða allavega læra aðferðirnar sem notaðar eru.

skítug eftir votlendið

Fyrsti vettvangur - melur og erum að meta "cover"


Svo að meta tíðni/þéttleika

Verður að segjast að ég var frekar þreytt eftir daginn enda vorum við úti við allan daginn í rigningu, sól, rigningu og sól. En dreif mig í mat síðan til systur minnar um kvöldið - var samt ekki viss um hvort ég kæmist vegna þess að vettvangsferðin hefði getað verið lengur...

Stakk af fyrir miðnætti vegna þreytu og þegar heim kom þá var ég varla lagst með höfuð á koddann þegar ég sofnaði, rankaði við mér svo í morgun við útvarpsfréttir í sjónvarpinu og það að ég lá á gleraugunum mínum. Náði ekki einu sinni að fjarlægja þau....

já og komnar inn myndir úr vettvangsferðinni á myndasíðuna mína, ef einhver hefur áhuga.

0 Mjálm: