Fréttir
Las frétt í fréttablaðinu í gær eða í dag (man ekki alveg) um ferðaþjónustu fatlaða og einhverfan dreng sem er 4 ára og hefur farið með þeim.
Fréttin semsagt gekk út á það að starfsmenn ferðaþjónustunnar hefðu skilið drenginn eftir hér og þar - svona nánast.
Það sem ég skil ekki er hvað er 4 ára gamall drengur að ferðast með ferðaþjónustu fatlaðra einsamall?
Ég mundi ekki senda 4 ára gamalt barn í strætó - eitt, né með einhverjum sem ég þekkti ekki. Barn sem er 4 ára mundi ég eingöngu láta fara með fjölskyldumeðlimum eða nánum vinum.
En hvað veit ég - ég á ekki barn!
fimmtudagur, september 25, 2008
Birt af Linda Björk kl. 22:56
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 Mjálm:
Þegar að þú kemur með þetta sjónarmið á málið þá er ég bara rosalega sammála þér, myndi aldrei senda 4 ára gamalt barn mitt í leigubíl eitt hingað og þangað. Finnst það bara barninu ekki bjóðandi og hvað þá eins og þau eru búin að vera að lenda í að það sé skilið eitt eftir hér og þar... 4 ára gamalt barn getur ekkert verið að bjarga sér þannig og hvað þá ef það glímir kannski við málörðugleika.
en ég á börn þannig að ég hlýt að mega að segja þetta hahaha
Skrifa ummæli