Rangt
Það er eitthvað svo óttalega rangt við það að vera strákur/maður sé í hlýrabol í tölvuveri niðri í skóla.
Svo rangt líka að þegar maður fyrir mistök sest ská á móti viðkomandi og á erfitt með að stara ekki.
Hjólafréttir
Áðan var ábyggilega einna erfiðasta hjólaferðin mín þegar ég hjólaði úr skólanum og í vinnuna. Hafði vindinn á móti mér ufff og pufff.
En er að hugsa um að taka myndavélina með mér næst og taka myndir af þeim bílum sem eru í vegi mínum. Þeim bílum sem leggja upp á gangstéttir - urr hvað ég var pirruð í dag á öllum þessum bílum á gangstéttunum. Var við Landsspítalann og svo aftur í Lágmúla.
mánudagur, september 08, 2008
Birt af Linda Björk kl. 17:57
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 Mjálm:
plísss... ekki þetta nöldur...kona, þú sérð bílanna hvað ef þú værir blind og værir að reyna að komast leiðar þinnar eða í hjólastól ??
Svo af hverju varstu að horfa á strákinn var hann agalegur eða æðislegur ??
kv. Ásta D
Ég gekk fram á bíl uppi á gangstétt um daginn og hugsaði til þín og mig langaði að "lykla" bílinn!
Ásta - ég mun halda áfram að nöldra um bílana og já ég sé þá en ekki þeir sem eru blindir en hef líka verið í þeirri aðstöðu að vera fylgdarliði blinds einstaklings og bílar fyrir.
Og já nei strákurinn var ekki agalega sætur né flottur en vakti bara athygli mína fyrir að vera í þessum hlýrabol...
Nafnlaus - gott hjá þér en hver ertu :)
Skrifa ummæli