BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, september 16, 2008

Klósetthræðsla

Mundi nú ekki segja að ég þjáðist af einhverri klósetthræðslu en hinsvegar hefur mér flogið í hug þegar ég sest á klósettið að kannski gæti slanga, rotta eða eitthvað kvikindi leynst í klósettskálinni og bitið mig í rassinn. Held ég hafi meira segja áður talað um þetta hér á blogginu.

En allavega hefur komið í ljós að þessi "hræðsla" mín er ekki alveg órökstudd - samkvæmt mbl í dag þá var gestur á hollensku hóteli sem fann kyrkislöngu í klósettinu. Reyndar kom ekkert fram að slangan sú hafi bitið hann en allavega var í klósettinu.

hmm... svoldi erfitt að ætla sér að forðast klósett - hey kannski spurning um að fara ganga með bleyju bara því þá gæti ég forðast klósett alfarið. Reyndar ekki mjög umhverfisvænt en hey hvað gerir maður ekki til þess að forðast bit í rassinn ;)

###
Að öðru þá sat ég á þriggja tíma aðalfundi Gaiu - félags umhverfis og auðlindafræðinema. Fékk meira segja hlutverk -jeii en var að telja atkvæði þeirra sem buðu sig fram í stjórn. Þannig að ég fékk að vita alveg mínútu á undan öllum öðrum hverju voru kosnir. Líst bara vel á nýju stjórnina og hugsa að hún verði aktíf eins og stjórnin á undan.

3 Mjálm:

Ella Bella sagði...

þegar að við fórum til Kanarí hérna um árin þá keyptum við svona glerstyttu sem var sett í pappakassa. Við tókum styttuna upp úr kassanum 2 dögum seinna til að sýna liðinu, heldur ekki að það leynist bara ormar og það engin smá stykki og ekki einn eða tveir heldur heil fjölskylda og henti Atli því í wcið (sem betur fer opnuðum við kassann úti en ekki þegar að til íslands var komið eins og pælingin var) en skemmst er frá því að segja að ég pissaði ekki í þetta klósett fyrr en eftir 3 daga af hræðslu við að einn hefði orðið eftir og myndi bara skríða á mig !

Nafnlaus sagði...

linda mín notaðu bara taubleyjur og helst úr ull ef þu hefur áhyggjur af umhverfinu
kv guðmunda

Linda Björk sagði...

Ellen - skil það mjög vel en er samt svoldíð fyndið... svona eins og mín "hræðsla" hehe

Guðmunda - hef það í huga, reyndar líst ekkert alltof vel á ull... það hlýtur að klæja undan því, en þetta með taubleyju og þá þarf að þvo spurning hvort sápan og annað fari betur með umhverfið!! :D