BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, september 09, 2008

Bílanöldur

Ég hótaði því í gær að taka myndir af þeim bílum sem yrðu í vegi mínum og stend við það. Hér koma myndir af þeim bílum.

Það kaldhæðnislega við það er að þessum þremur bílum sem var lagt á gangstéttina - þá meina ég alla gangstéttina eins og mun sjást á myndunum er að þetta var hjá íþróttahúsi fatlaðra.

Uppsss kemur einhver í hjólastól - æj æj hann þarf að fara út á götu til þess að komast leiðar sinnar!




Ég bara skil ekki að fólki detti í hug að leggja bílunum sínum á gangstéttina, næ því alls ekki.

9 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Spurning að hafa samband við lögguna. Eða senda þeim myndirnar eða senda myndirnar í blöðin sem fréttaskot út af staðsetningu gætir jafnvel grætt pening, á meðan viðkomandi fengi á baukinn.
kv. Ásta D

Nafnlaus sagði...

Mér þykir það óendanlega leitt að hafa gleymt að kvitta fyrir síðast. Ég er ekki nafnlaus og heiti Guðmunda og tveimur betur. Þessar myndir eru ótrúlegar, ég vona að þeir fá á baukinn bílstjórarnir sem leggja svona.

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála síðasta ræðumanni, þetta er of gróft. Sendu myndirnar til bílastæðasjóðs, þeir sekta mann niður í bæ ef lagt er ólöglega. Láta þá senda mann og sekta liðið ::::)))) ógeðslega dýrt nefnilega :)

Linda Björk sagði...

Ásta- er búin að vera að spekúlera hvort það þýði eitthvað að senda lögreglunni þetta.
Guðmunda - ekkert mál með að hafa gleymt að kvitta undir ;)

En ætla að halda áfram að taka myndir af bílum sem er lagt svona og birta hérna á blogginu og sérstaklega vanda mig við að bílnúmerið komi fram. Hefði fundist aðeins öðruvísi og hefði ekki orðið eins reið hefðu þeir bara lagt á grasblettina sem er þarna við hliðina á...

Nafnlaus sagði...

En í þetta skipti ertu að öllum líkindum að taka myndir af bílum hjarta og lungnasjúkra sem eru kannski í hjólastól eða á hækjum og geta ekki lagt langt frá hjarta og lungnastöðinni sem er í Íþróttahúsi Fatlaðra. Ástæðan fyrir því að þau fá ekki stæði nær húsinu er sú að Íþróttahús fatlaðra er að byggja til að fá meira pláss fyrir hjarta og lungnastöðina... og á meðan eru ekki næg bílastæði. Einnig ef þú skoðar myndirnar vel þá er rigning og ef þú leggur bílnum á grasi í bleytu þá getur þú gert grasið að forarsvaði og hver á þá að borga? Borgin eða Íþróttafélag fatlaðra sem á varla pening fyrir því þar sem þau eru að byggja? Og borgin á varla pening vegna launagreiðslna til fyrrverandi borgarstjóra. :-p
Þið vitið að lífið getur ekki verið einfalt... Heimurinn er ekki bara svartur eða hvítur. Hann er stundum grár...
Þannig að í þessu tilfelli ekki reyna að fá í baukinn til að aðrir fái á baukinn, í þessu tilfelli einstaklingar sem eiga það kannski ekki skilið. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að þessum bílum sé lagt svona því að í Íþróttahúsinu er ,"kolvitlaus" og hjartahlýr húsvörður sem ég þekki vel sem myndi ekki láta þetta líðast án ástæðu... En haltu áfram að taka myndir, en gefðu þeim þarna kannski frí í bili vegna byggingaframkvæmda. Eða annars, ég skal bara tala við Dodda húsvörð og athuga hvað hann segir um þetta mál.
Á.Sal.

Linda Björk sagði...

Árni - mér flaug alveg í hug að þetta gætu verið einstaklingar sem væru á hækjum eða í hjólastól. Það breytir því samt ekki að það sé tillitleysi við aðra að leggja upp á stétt - það þurfa aðrir að komast um og jafnvel þá aðrir sem eru í hjólastól, gangandi vegfarendur og fólk með vagna og annað.

Nafnlaus sagði...

Eeehhh, okídókí... Það er alveg rétt hjá þér og ég var alveg sammála því. Eina sem ég var að pæla í er að ef það ætti að ráðast á "bílastæðaþrjóta" af fullum þunga eins og er stungið uppá hér að ofan t.d. með því að senda þær í blöðin þá ættu þessir einstaklingar ekkert endilega mest skilið að fá þá útreið. Ég var t.d. í Rúmfatalagernum fyrir nokkrum dögum þar sem jeppakall á upphækkuðum Pajero jeppa lagði upp á gangstétt að hálfu leiti ofan á stæði fatlaðra og hljóp út úr bílnum! Ég hefði frekar viljað negla hann t.d., eða þá alla þá bíla sem leggja niðrí bæ upp á gangstéttum, þar sem fólk hleypur út úr bílunum. Því það þarf að "skjótast".
Ef það fólk getur hlaupið út úr bílunum, þá hlýtur það að hafa nógu sterkt hjarta til að þola að sjá myndir af bílunum sínum í blöðunum með texta í æsifréttastíl um það að þeir séu umferðalagaþrjótar!
En að öðru máli, en samt því sama. Fyrrnefndum Dodda sem er víst ekki húsvörður, heldur framkvæmdastjóri ÍFR langar að fá myndirnar þínar. Hann var víst ekki á vakt um daginn og þá gerðist þetta.
Hann langar að fá myndirnar því hann er nebbbnnnilega að slást við borgina um að fjölga bílastæðum þarna. Til að leysa þetta vandamál. Borgin trúir honum ekki eða eitthvað í þeim dúr og honum vantar sönnunargögn!
Á.Sal.

Nafnlaus sagði...

you go girl...

Ég segi bara alveg eins og er að hvort sem fólk er veikt eða ekki þá er þetta ólöglegt.!!

Það má alveg finna betri stað en alveg á gangstéttinni!!

kv. Eva

Linda Björk sagði...

Árni - er ekkert að reyna að hanka einn né neinn sérstaklega. Vildi bara svo til að þetta voru fyrstu myndirnar sem ég náði af bílum lagt upp á gangstétt. Deginum áður var bílum lagt upp á gangstétt á Hringbraut hjá Landspítalanum en var ekki með myndavélina þá. Já svo sannarlega á að hanka alla þá sem leggja í bílastæði fatlaðra og vildi að væru háar sektir við því. En alveg velkomið að fá myndir. Hinsvegar voru laus bílastæði þarna nálægt þegar ég kom en þarf hinsvegar ekki að vera svo þegar þessir einstaklingar komu þangað en finnst samt ekki afsaka það að leggja svona á stéttirnar.