Góugleði
23 landverðir lögðu af stað í leiðangur.......
Sumir fara á þorrablót á þorranum en ég fer góugleði á góunni, allavega landverðir héldu í leiðangur á Reykjanesið í dag í þessu blíðskaparveðri.
Geggjað veður alveg hreint.
Gengum Ketilstíg 3,5 km - og var semsagt farið frá Seltúni, hverasvæðinu við Krísuvík. Glaðningur beið okkar á toppnum en þar var valin aðili með fallegustu limaburðina, flottasti rassinn og efnilegasti nýliðinn.
Haukur fékk verðlaun fyrir flottasta rassinn og staðráðin frá upphafi að svo skyldi vera en er ekki viss hvort ég sé sammála þessum dómi. Ég meina það er ekkert til þess að klípa í. Nær að velja minn rass sem flottasta - allavega nóg að klípa í ;)
En spurning hvaða klíka var í gangi því það var fólk úr gljúfrunum sem unnu til verðlauna. En allir fengu páskaegg þannig að get nú ekki verið ósátt.
Svo er bara áframhaldnandi gleði í kvöld en óvíst hvort þær verði myndaðar en er allavega að setja inn myndir frá göngunni í dag. Svo kíkið í albúmið.
laugardagur, mars 08, 2008
Birt af Linda Björk kl. 16:49
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli