Afmæli
Í gær fór ég í afmæli - sem væri svo sem ekkert merkilegt nema fyrir þær sakir að:
Afmælið varði í um 8 klst - ég kom um 16 og fór um miðnætti, fór semsagt þegar ég skutlaði frænda mínum í vinnuna til þess að dídjéa (dj). Nema systir mín og mágur komu með og stoppuðum við þar af leiðandi smá stund í vinnunni hjá frænda og hlustuðum á hverskonar dj hann væri.
Annað sem var merkilegt við þetta afmælið var spurningar sem við systur fengum :) - komu gestir til okkar sem höfðu kannski séð okkur seinast sem littlar skottur og vissu hver pabbi okkar væri en svo kom spurningin en hver er mamma ykkar (hahaha). Sagði pabba frá þessum vandræðaheitum og honum var nokk sama og hafði húmor fyrir þessu kallinn.
Eitt var að hitta fólk, bæði ættingja og aðra sem ég hef ekki séð frá því ég var lítil skotta.
###
Átti síðan "þrælskemmtilegan" dag í dag - varði öllum deginum í hópaverkefni, hittumst í morgun og vorum lengi að, hópfélagi sem var svo góður að koma með kaffi og bakkelsi með sér í morgun leist ekkert á blikuna að þegar hann fór að sækja handa okkur hádegismat þá kom hann með kók handa mér. Sannfærður um að mér vantaði kóffín þar sem ég drekk ekki kaffi.
En já svo bara ný vika!
sunnudagur, mars 02, 2008
Birt af Linda Björk kl. 22:06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli