BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, október 07, 2007

Töðugjöld, appelsínugulur og skírn

Fór á töðugjöld hjá UST á föstudagskvöldið.

En töðugjöld eru semsagt hálfgerð uppskeruhátið landvarða, það er að segja landverðir sem voru að vinna á friðlýstum svæðum í sumar hittast og "gera" upp sumarið.

Alltaf gaman að hitta landverði og hitta hitt starfsfólkið að sjálfsögðu.

Þegar við vorum úti í Búdapest þá kom appelsínuglur svoldíð sterkt inn hjá okkur íslensku landvörðunum en það byrjaði allt á því þegar við 5 landverjur vorum að leita okkur að veitingastað á laugardagskvöldi í Búdapest og búin að rölta smá um þá fékk ég nóg og sagði að við ættum að fara á veitingastaðinn með appelsínugulu stólana. Eftir það var ekki aftur snúið. GLP hélt áfram með appelsínugula þemað, keypti sér boli, töskur og skó sem voru appelsínugulir.

Nema það sló öllu út á föstudaginn á töðugjöldum þegar GLP sagði mér að hún hefði verið að mála stikur, þær yrðu aðeins öðru vísi heldur en þessar venjulegu því þær áttu að nota til þess að merkja mörk þjóðgarðsins. Þegar ég spurði hvaða litur það væri kom svarið.

Appelsíngulur!
###
Var í skírn í dag heima hjá Ellen systur og Atla en það var verið að skíra systurson minn :). Það var nú svoldið gaman að honum Arnari Má (systursonurinn) því hann næstum því talaði í kapp við prestinn. Eitthvað fyrir athöfn var hann eitthvað ergilegur en svo í athöfninni þá varð hann eitt sólskinsbros og blaðraði í kapp við prestinn.

4 Mjálm:

Ella Bella sagði...

Já hann sonur minn var helber snilld í athöfninni, hló alltaf eftir að ljósmyndarinn okkar smellti af og svo þegar að presturinn var að tala við hann og horfði á hann þegar hann byrjaði að babla "nananana" eins og hann væri að segja, hættu þessu röfli maður :D

annars var það á manna orði að það væri mikið skemmtilegra í skírn hjá 1 árs en litlum börnum, meira action. Gaman að upplifa bæði verð ég að segja :D
###

en annað, appelsínugulur rúlar ;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með frændann. Þess má geta að nokkrar appelsínugular stikur eru nú komnar niður við þjóðgarðsmörkin í Eysteinsdalnum. En reyndar er það misskiliningur að appelsínugula æðið hjá mér hafi byrjað í Budapest. Ég hef þjáðst af því núna í nokkur ár eins og best sést á appelsínugula Yarisnum mínum ;)

Linda Björk sagði...

Gunna Lára - má alveg deila um það hvort bílinn þinn sé appelsínugulur eða ekki ;) hahaha

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með frændann :D

og appelsínugulur verður alltaf "inn" ;)