BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, október 15, 2007

Lífstíll

Las í dag í mogganum um 3 einstaklinga sem eiga ekki bíl og það sé hluti af þeirra lífstíl.

Ég á ekki bíl.

En hef ekki talið það sé einhver ákveðin lífstíll hjá mér sem það er náttúrulega samt hluti af því.

Ég á ekki bíl vegna þess

*hef ekki efni á að reka hann eins og staðan er í dag
*ef ég hefði efni á því mundi ég ekki tíma því :)
*vil eyða mínum pening í annað en bíl eins og til dæmis að ferðast

þetta eru helstu ástæðurnar fyrir því að ég á ekki bíl, ekki það að ég sé svo umhverfisvæn - tel það bara vera bónus (surplus), því ef mér er boðið far þá oft stekk ég á það eða ef mér býðst að fá lánaðan bíl eins og var í sumar. Þykir það alveg ótrúlega gott oft á tíðum.

Tala nú ekki um ef ég ætla í Bónus þá fæ ég lánaðan bíl til þess að þurfa ekki að burðast með pokana í strætó.

Stóri mínusinn samt við að eiga ekki bíl er að komast ekki út úr Reykjavík, geta ekki ferðast um landið. Og nei vil sko ekki ferðast með rútu um landið - það er bara til að komast á milli staða A og B - ekkert hægt að fara út fyrir það.

0 Mjálm: