Snillingur
Ég var með systurdóttur mína um helgina - eða frá laugardegi til sunnudags.
Var hreint frábært að hafa hana hjá mér í sólarhring og þessi stelpa er algjör snillingur (að sjálfsögðu :)).
Skelltum okkur í sund og dáðist alveg hrikalega að henni þar - var nefnilega ekkert vatnshrædd eða neitt. Einnig gat ég ekki betur séð en að hún kunni smá að synda og stelpan ekki nema 2 ára, var meira svona hundavað en komst áfram.
Á sunnudagsmorguninn skelltum við okkur í sunnudagsskólann sem hún er vön að gera. En fórum í kirkjuna nálægt mér, eitthvað eirðarleysi greip þá stuttu og fórum við eftir hálftíma. Eftir það var bróðir hennar sóttur og svo haldið heim til foreldranna en eitthvað var Embla mín ekki sátt og vildi fara heim til Lindu frænku - voða sætt :)
Snillingurinn ég keypti kassa af íspinnum áður en systurdóttirin kom - gleymdi hinsvegar síðan að gefa henni ís :( fattaði það þegar ég var að svæfa hana að ég ætti ís í frystinum en var búin að gleyma því aftur morguninn eftir... algjör!
En vonandi verður þó ekki eins langt þangað til næst að hún gistir hjá mér og þau systkini bæði.
snillingar þurfa líka að sofa!
mánudagur, október 15, 2007
Birt af Linda Björk kl. 19:02
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
Sjá þessa krúttupínu með fína marbletti sinn.
Vorum að lita í dag og man ekki alveg hvað hún vildi en ég sagði nei, þá kom svona "puppyface" á mína og hún hristi hausinn jájá og svo kom, "má það, Linda segja" mér líst ekki vel á þetta.....
hahaha - hún kann að nýta sér aðstæðurnar :)
Skrifa ummæli