BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, október 25, 2007

Í ruglinu

Sveitaloftið á greinilega miklu betur við mig - minnsta kosti svefnlega séð, nema það sé vinnan þar sem hefur svona góð áhrif á mig að ég fari í flestum tilfellum snemma að sofa.

Það er ekki hægt að segja það sama núna - fer alltof seint að sofa sem þýðir að ég er komin í "ruglið". Fer seint að sofa og því þreytt á daginn og hef ekki fulla orku.

Er svo mikið betra þegar maður fer snemma að sofa og með reglu á svefinum. Já svona eins og litlu börnin.
###

Tölvan mín er að fara í allsherjar yfirhalningu - keypti flakkara í gær og er að henda öllu dótinu mínu yfir á hann.

Verður spennandi að sjá hvort hún taki við sér

###
Ætla að óska brúðhjónum - sem voru að ganga í hjónaband í dag innilega til hamingju og svo að sjálfsögðu vinunum sem eiga brúðkaupsafmæli í dag - að ég held 6 ára brúðkaupsafmæli - getur það verið?

En allavega innilega til hamingju öll fjögur :)

5 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

það er ekkert að því að setja svefnin úr skorðum ég geri það yfirleitt það er skólinn þú veist ekkert líf þú veist enginn svefn þú veist. En alla vega þá vil ég taka undir hamingjuóskirnar þetta ljúfa líf getur nú verið skemmtilegt svona á körlum allavega. Farðu vel með þig Linda mín tjá beib

Nafnlaus sagði...

Það ku vera rétt 6 ár frá því ég tók mér hálftíma frí úr vinnu til að ganga í það heilaga. Takk fyrir kveðjuna og mundu nú að fá þér flóaða mjólk fyrir svefninn.

Linda Björk sagði...

hmmm... og hver ert þú nafnlaus?? nú hljómar þetta ekki eins og Ellen systir ;)

Nafnlaus sagði...

sorry þessi nafnlausa er ég Bellan þín fína ;-)tjá

Linda Björk sagði...

hehe hlaut eitthvað að vera Bella :) Megi þú kommenta oft og mikið