Ný tölva
Stúlkan komin með nýja tölvu - um sólarhringi eftir að sú gamla gafst upp var hún komin með nýja.
Enda ekki hægt að vera tölvulaus í námi, bara gengur ekki upp. Nýja tölvan er með litlum skjá, 12" og það þarf að venjast því. En ég tók fram yfir að hafa litla og létta tölvu sem auðveldara væri að ferðast með og ekki mikil fyrirferð í.
Er að venjast litlu sætu tölvunni minni og hlakkaði þessi ósköp til að komast heim til hennar í kvöld :)
þriðjudagur, október 30, 2007
Birt af Linda Björk kl. 22:15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 Mjálm:
þú ert greinilega ekki einhleyp
haha, góð Guðmunda !
kv.ellen
og í þokkabót ekki gagnkynhneigð heldur því ég tala um tölvuna mína sem hún en reyndar er hún með karlkynsnafn sem reyndar passar ekki alveg við svona sæta litla tölvu :)
Til hamingju með nýja kærastann/viðhaldið/félagann..
nauðynlegt á hverjum bæ!
En.. ertu komin með nýja klósettsetu?
Á.Sal
Eva - takk fyrir það :)
Á.Sal - nei hver þarf klósettsetu þegar svona fín tölva er á heimilinu? En annars var ég ekki nógu nákvæm um þetta mál. Það er víst lokið á klósettsetinu sem fór af þannig að það liggur á klósetsetunni - það þarf bara að fara varlega í að lyfta upp lokinu :)
En annars bíð ég bara eftir nýju setti í jólagjöf.
Til lukku með nýja gæludýrið, er búið að skíra?
ég er ansi hrædd um að flest fái sama nafn hjá mér og held mig staðfast við sama nafn og bloggið mitt hefur ;) sem er ekki alveg að passa við litlu sætu tölvuna mína.
Skrifa ummæli