Sorglegt
Búin að vera að sitja í morgun og gær að blóta þessari ritgerð sem ég er að gera. Gengur ekkert.
En las síðan bloggið hennar Ástu Lovísu og er búin að vera með tárin í augunum. Þessi stelpa kom í kastljósið í haust en hún greindist með krabbamein í lifrinni, þessi stelpa er jafngömul mér og á 3 börn. Hún var að fá úrskurðað að hún ætti einungis eftir nokkra mánuði ólifaða.
Búin að vera að fylgjast með blogginu hennar síðan hún kom í kastljósið og skein alltaf í gegn jákvæðnin og það að hún ætlaði sér að sigrast á þessu. En svo virðist sem krabbinn ætlar að hafa betur núna :(
fimmtudagur, maí 10, 2007
Birt af Linda Björk kl. 13:40
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 Mjálm:
Hef einmitt fylgst með henni í þónokkurn tíma, þetta er hrikalega sorglegt.
aumingja konan og börnin hennar,
Skrifa ummæli