BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, maí 07, 2007

Þrif

það er sko ekki bundið bara við kvenpeninginn að vera upptekin af þrifum í próftíma. Þegar ég kom heim í gær sá ég nágrannastrákinn vera pússa felgurnar á bílnum sínum. Að sjálfsögðu spurði ég hann hvort hann væri búin í prófum.

Fékk hið staðlaða svar sem kemur frá nánast öllum nemum sem eru í prófum. - nei en er hinsvegar til í að gera allt annað en að lesa undir próf.

Hvað er þetta við próftímann sem gerir mann svo duglegan í öllu öðru sem er annars ekki vanalegt?

0 Mjálm: