Margt í boði
Það er svo margt í boði sem mig langar til þess að gera. Til dæmis er einhverskonar landvörslunámskeið í Rúmeníu í haust sem ég væri alveg til í að fara á.... námskeið á mastersstigi í Shanghai í Kína einnig í haust en reyndar ekkert í faginu sem ég er að læra..
Svo er eitthvað annað námskeið hér á Íslandi í júlí sem ég væri alveg til í að fara á en er að öllum líkindum að vinna....
svo margt í boði að ég geri sennilegast ekki neitt ;) nema vinna í sumar og svo skóli aftur í haust.
###
Saumaklúbburinn var alveg ljómandi, fámennt og því svoldíð mikið í afgang nema af "eftirréttinum" ;) - eitthvað erum við að lagast og erum lengur frameftir heldur en áður.
###
Bókin mín frá Bretlandinu kemur ekkert :( - er frekar svekkt og langar að kaupa bækur eftir þennan sama höfund (sem ég fékk ekki) en þori því ekki þar sem gekk ekkert núna. Er ferlega fúl.... spurning hvort ég ætti bara að láta verða af því að panta frá Ástralíu og fá bækurnar um jólin hahaha
###
Barnasprengjur í kringum mig heldur áfram :) - eru tvær vinkonur núna búmm og eiga báðar að eiga í nóvember
fimmtudagur, maí 24, 2007
Birt af Linda Björk kl. 12:58
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli