Bíó
Einhverja hluta vegna fer ég orðið sárasjaldan í bíó.
Það er ekki alveg nógu gott þar sem mér þykir mjög gaman í bíó - reyndar kosturinn við það að fara sjaldan núna er sá að þetta er svo rosalega dýrt.
Fór áðan í bíó, sá Little children - góð mynd og öðruvísi.
Merkilegt finnst mér samt hvað það er rosalega oft að barnaníðingar í bíómyndum sé sýnd sem sama stereotýpan og alltaf er hann frekar ófríður maður.
Veit reyndar um undantekningu á þessu í myndinni The Woodsman þar sem Kevin Bacon leikur barnaníðinginn.
###
Sá framlenginguna á leiknum milli Íslendinga og Dana. Svoldið sárt tap en mikið rosalega fann ég eitthvað til með greyið leikmanninum sem tekið var viðtal við eftir leikinn. Svei mér þá ef hann var ekki við það að bresta í grát.
þriðjudagur, janúar 30, 2007
Sjónvarp
Langar að hafa aðgang að rúv plús og skjár1 plús - aðalega samt á mánudagskvöldum :)
Hef ekki úthald né er það sniðugt að fara vaka frameftir á öðrum dögum til þess að ná einhverjum sjónvarpsþáttum. Er líka bara gott að ljúka þessu af á einu kvöldi.
En annars er batnandi manni best að lifa - er búin að vera ágætlega afkastamikil dagur þótt hann hafi nú farið aðeins öðruvísi en ég áætlaði og ekki alveg nógu afkastamikil eins og ég vildi en hey ég verð nú aðeins að gefa sjálfri mér kredit hérna :)
föstudagur, janúar 26, 2007
Á flug
Lent.
Búin að fara í fyrsta flug ársins - skrapp til Sauðárkróks og tilbaka í gær.
###
Seinasti dagurinn í dag af 2 vikna geðveikinni - hlakka mikið til þegar dagurinn í dag er búin.
###
Fór upp á Barnaspítala Hringsins í gær - litli kúturinn minn með súrefnisslöngu í nefið sitt. Æ þau eru svo lítil fyrir en verða enn minni þegar þau liggja og geta ekkert gert litlu greyin. En hann kemst vonandi heim í dag.
fimmtudagur, janúar 25, 2007
Nesti
Ég er búin að vera dugleg og taka með mér nesti.
Er hinsvegar búin að komast að ókostum þess að taka með sér nesti þegar maður er ekki á einum stað. Fyrir utan það hvað getur stundum verið leiðinlegt að borða nestið - sennilegast þó vegna ófrumlegaheita þá er stærsti ókosturinn sá að maður þarf að burðast með þetta með sér. Er þar af leiðandi með aukapoka með mér þar sem nestisboxið mitt er í. Þetta væri svo sem í lagi ef maður færi bara á vinnustaðinn kæmi inn og gæti sett í ísskáp þar til maður borðar nestið sitt. En þar sem það er ekki að gerast og mjög oft á þvælingi milli bygginga þá fylgjir alltaf þessi aukapoki með nestinu með mér.
En jákvæðu hliðarnar að þetta sparar pening!
###
Þurfti í fyrradag að halda smá fyrirlestur sem er í sjálfu sér ekkert merkilegt en í restina hjá mér þá sá ég einhvern aftast alveg skælbrosandi og nokkur önnur sem voru svolitið kímin. Þetta setti mig algjörlega úr sambandi - ég hætti alveg að hugsa um það sem ég sagði og fór að pæla í því hvort ég hefði gert eitthvað eða hvort væri eitthvað bara svona fyndið við mig. Sem mér fannst að sjálfsögðu ekki.
Í gær komst ég svo að því hvað hefði verið svona fyndið - en það var garnagaul í einum þarna aftast sem vakti þessa kátínu hjá samnemendum mínum. Fékk því staðfest að maður ætti bara ekkert að líta upp og horfa yfir hópinn þrátt fyrir að leiðbeinandinn segir annað ;)
###
Hlakkar alveg gífurlega til í næstu viku.
Það mun nefnilega falla niður um meira en 50% það sem ég þarf að mæta þannig að loksins getur maður kannski komist í að læra. En eru um 2 vikur sem þarf að vinna um.
föstudagur, janúar 19, 2007
Verkefni
Jæja búin að skila fyrsta verkefninu í mastersnáminu mínu.
Það versta við það að mér finnst það ekki nógu gott :( oh well en ég verð víst að lifa við það og gera betur næst. En mikið rosalega hlakkar mig til þegar næsta vika er búin.
Þá getur maður kannski farið að lesa eitthvað og gert eitthvað af viti en þá er maður bara komin 2 vikur eftir á.
En að jákvæðari nótunum þá fékk ég góðar fréttir í dag og samgleðst þeim sem eiga hlut í máli :)
fimmtudagur, janúar 18, 2007
Múr í Kína
Það er liðið ár síðan ég ældi á Kínamúrinn!
ÁR!
Ég óska mér til hamingju með ársafmælið.
Óneitanlega er mér mikið hugsað til þess hvað ég var að gera á sama tíma fyrir ári síðan. Hugurinn leitar sífellt tilbaka og líka hvenær ég fari næst - takið eftir ekki hvort heldur hvenær :)
Í dag er ég hinsvegar að vinna í verkefni sem skila á í fyrramáli.
Breyttir tímar!
###
Er enn að pæla í þessu útliti mínu á þessum blogger - finnst hann ekki nógu mikið ég - hvað svo sem ég er. Kannski það venjist bara alveg eins og hitt útlitið gerði.
þriðjudagur, janúar 16, 2007
Rúm
Í heilt ár þá hef ég sofið í rúmi sem er 90 cm.
Er komin með eiginlega nóg af því, var alveg mjög fínt þegar ég var á ferðalaginu en þegar ég er komin heim til mín þá langar mig í stærra rúm.
En það verður víst aðeins að bíða, sennilegast fram á sumarið.
Held ég geti heldur ekki kennt "rúminu" sem ég er með núna um þreyttuna. Það er eitthvað allt annað.
sunnudagur, janúar 14, 2007
Arizona dream
Vá það eru að verða 15 ár síðan ég sá þessa mynd fyrst. Féll fyrir tónlistinni í myndinni þá enda á ég geisladisk með tónlist úr myndinni og er sá diskur enn í uppáhaldi.
Myndin er alveg jafn furðuleg og þegar ég sá hana fyrst.
Johnny Depp er líka alltaf æðislegur alveg eins og þegar ég sá hann fyrst!
:)
laugardagur, janúar 13, 2007
Jæja
Búin að breyta aftur um útlit (hitt var grátt og öðruvísi).
Hvað segið þið um þetta? - vil samt breyta meira í þessu en geymi það til síðari tíma.
Það er víst hringt reglulega í mig til þess að fylgjast með mér ;)
Álit
Jæja nú þarf ég á álit ykkar að halda!
Hvernig finnst ykkur þetta útlit eða kannski skipta um lit? Eða finnst ykkur að ég ætti að hafa svipað útlit og ég gerði á prufunni http://www.prufa3.blogspot.com/
Jæja - gerið allt brjálað í komment kerfinu
Yfirsitjari
Er svona rosa góður yfirsitjari að ég er bara í tölvunni að breyta útlitinu á blogginu mínu :)
Plataði pabba um passwordið í því skyni að ég þyrfti að tjekka á tölvupóstinum mínum!
föstudagur, janúar 12, 2007
Nýtt útlit
Jæja er að reyna koma nýju útliti í gegn.
Hvernig líst ykkur á?
hahaha getið ekki sagt mér það því mér tekst ekki að koma komment kerfinu inn en hluta af því að komment kerfið sem ég notaði er eitthvað stórbreytt.
oh well.... langar samt að vita hvað ykkur finnst!
Lifandi
Ég lifði af fyrstu vikuna :) sem er í sjálfu sér ekki mikið afrek því það á bara eftir að verða mikið meira að gera.
Næstu 2 vikur verða bara rugl
þriðjudagur, janúar 09, 2007
Valkvíði
já já - ég talaði hérna um að væri við hæfi að byrja á einhverju nýju á nýju ári og svona.
Hinsvegar þarf ég að breyta um útlitið hérna á bloggernum og er ekki mjög hrifin af því. Aðallega vegna þess að mér finnst útlitin sem þeir bjóða í templatinu ekki eitthvað sem ég er hrifin af. Ekki það að útlitið sem ég er með sé eitthvað rosalega flott en þá er þetta svo búið að festa sig í sessi hjá mér.
Ég þarf að breyta um útlitið svo ég fái t.d. gömlu færslurnar mínar inn aftur.....
oh....ætli ég breyti ekki um á næstu dögum!
sennilegast.........
sunnudagur, janúar 07, 2007
Ár
Það er nánast bara ógnvekjandi hvað tíminn líður hratt.
Í dag er ár síðan ég hélt á vit ævintýrana, fyrir ári síðan var ég á farfuglaheimili í London og átti flug daginn eftir til Kína.
Það er eitthvað frábært við það að hefja eitthvað og prófa eitthvað nýtt þegar nýtt ár byrjar :) verst að geta ekki gert þetta á hverju ári að fara í nokkra mánaða ferðalag. En ef ég mundi gera það á hverju ári þá væri ég varla að gera eitthvað nýtt á hverju ári - jú nema kannski fara til nýrra landa.
Það er því við hæfi að byrja árið á nýjum verkefnum :)
Hef reyndar líka verið að hugsa um að hvernig er hægt að toppa árið 2006 hjá mér því allt gekk upp sem ég ætlaði mér það árið - minnsta kosti planið sem ég var með þar til í september. En er ekki heldur með neinn kvíðhuga fyrir þessu ári. Verður bara öðruvísi - allt allt öðruvísi.