I gaer for eg i frabaera snorkelferd herna i Cayers Caulker, Belize - eda a koralrifi fyrir utan Cayers Caulker.
Akvad ad fara i dagsferd en i bodi var baedi halfsdagsferdir og dagsferd en vid logdum ekki i hann fyrr en um ellefu leytid um morguninn. Attum ad fara um half ellefu. Batsferdin var heldur harkaleg thar sem siglt var a full speed sem var ansi hratt, sjorinn var svoldid ufinn, thad var vindur og skyjad. Thannig ad thad thurfti ad halda ser vel.
Fyrsta stoppid og guidinn okkar kom med ut i og vid fylgdum honum, ad thessu sinni akvad eg ad taka ekki myndavelina med thvi eg vildi athuga hvernig bunadurinn minn virkadi og hvort eg mundi nokkud panikka. Vid fylgdum guidnum eftir sem benti okkur a margt sem hefdi orugglega farid framhja okkur og sagdi okkur lika nofnin a fiskunum sem vid saum. Saum t.d. nokkrar sting ray (veit ekki islenska nafnid) og sa medal annars thegar sting ray grof sig i sandinn - otrulega flott. Mikid af allskonar fiskum og korala. Sidan var toppurinn thegar vid saum skjaldbokur og thad storar. Thaer voru ad borda seagrass a botninum og svo saum vid lika thegar thaer syntu upp og adeins fengu ser loft og aftur nidur. Thetta var alveg magnad.
Naesta stopp var hja veidimonnum sem voru ad gera ad fiski og hentu urganginum ut fyrir bord - hvers vegna veit eg ekki eda hvort thetta var bara turistatrikk. En allavega fyrir nedan batinn theirra var heill hellingur af sting ray - thvilikur fjoldi og svo skjaldbokur. Var magnad ad sja thetta en thad verdur ad vidurkennast ad eg var heldur ostyrk i kringum sting ray enda voru thaer afskaplega nalaegt og ef thaer syntu ad mer.... shit. Enda sagdi guidinn minn thegar eg for upp ur og sagdist hafa verid heldur ostyrk i kringum sting ray ad bara vegna mistaka hja Steve Irwin tha vaeru allir ordnir hraeddir vid vesalings sting ray!
Thad voru 2 onnur stopp eftir - eitt sem heitir Shark alley (eda alika) en thar henti guidinn ut sild og thad komu hakarlar ad batnum og saum vid tha i vatninu. Hann sagdi ad vid thyrftum ad drifa okkur ut i ef vid vildum sja tha thvi their faeru um leid og haett vaeri ad gefa sildina. Thad verdur ad vidurkennast ad eg atti mjog erfitt med ad fara ut i og for ekki fyrr en eg sa engan skugga nalaegt batnum en tha voru hakarlarnir lika farnir - sa einn synda burt i fjarska. Enda er thad vist lika svo ad their eru farnir ad tengja velarhljod vid mat og um leid og velarhljodin thagna tha fara their i burtu. En tharna saum vid lika fleiri sting rays og fiska. Eftir thetta snorkl fengum vid lika ad borda :) Seinasta stoppid var svo i Coral garden en thar voru fullt af korulum, fiskum og svo synti lika reefe shark framhja mer, var thvi midur ekki nogu fljott til thess ad taka mynd. En tok fullt af myndum undir yfirbordinu. Tharna var lika komid rigningasky i fjarska og fljotlega eftir ad vid komum um bord aftur tha byrjadi ad rigna. Sigldum svo tilbaka en sigldum nordurhluta Cayers Caulker thar sem er mangrove skogur eda fenjaskogur og thar eru vist krokodilar en enga saum vid. Fengum avexti og thau hin rommpuns. Folki var heldur kalt enda rigndi lika a okkur en ollum fannst hinsvegar aedislegt og fannst thetta hin mesta skemmtun og gerdu grin ad vedrinu. Serstaklega guidinn sem sagdi alltaf annad slagid - welcome to sunny Belize!
Ollum var lika skemmt thegar thau vissu ad eg var fra Islandi - kom thessu skemmtilegu komment eins og thetta vaeri bara heitt fyrir mig.
Eg akvad ad skipta lika um hotel i gaer eda akvad thad i fyrradag en skipti um hotel i gaer. Thar sem eg gat ekki hugsad mer ad fara i sturtu a fyrri stadnum sem eg var a og thegar eg la i ruminu tha fann eg vel fyrir spytunum og yfirhofud langadi ekki ad eyda tima a theim stad tha akvad eg ad eyda meiri pening i gistingu. Thvi hotelid sem eg er a nuna kostar helmingi meira, er i single herbergi med serbadherbergi og heitu vatni og cable TV. Fyrir "finni" hotelid er eg ad borga sama pening og eg myndi borga fyrir dorm herbergi i London. Thad kostar um 4000 kr nottin medan hitt verri herbergid kostadi 2000 kr. Thad er alveg thess virdi - serstaklega i gaer thegar eg kom ur ferdinni hundblaut og threytt ad geta farid i sturtu og slakad a i godu herbergi og ja horft a sjonvarpid!
En thar sem eg er nu ekki mikil strandamanneskja - er ekki mikid fyrir ad liggja a strondinni (hvad tha thegar eg veit ad krokodilar eru ekki langt undan - en their hafa tho ekki verid vandamal) tha hugsa eg ad eg yfirgefi thennan stad a morgun og fari a meginland Belize og skodi einhverja stadi thar.
Ja svo er ekki snidugt ad horfa a Animal Planet thegar madur er ad ferdast!
miðvikudagur, janúar 16, 2013
Snorkelferd
Birt af Linda Björk kl. 17:48
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli