Lífið úti á landi
Já það er bara búið að vera gott lífið úti á landi.
Skemmtilegt að sjá landið og umhverfið breytast í vetrarham eftir að hafa bara upplifað vor og sumar :)
Sakna þess þó að hafa ekki góða sundlaug þótt ég mundi kannski ekki nota hana oft þá þessi hugsun og möguleiki á að fara í góða laug ansi góð.
En annars finnst mér heldur vegið að Söndurum núna það verður bara að viðurkennast.
Núna í lok vikunnar á að loka pósthúsinu og þurfa Sandarar að fara í Ólafsvík til þess að sækja þessa þjónustu. Pósthúsið hefur bara verið opið 2 klst á dag þannig að hefur ekki verið agalega mikil opnunartími - reyndar fannst mér þetta ekkert svo agalegt þegar mér var sagt þetta því það er nú ekki svo langt í Ólafsvík eða rétt um 10 km (að ég held).
EN það hefur verið talað um að bankinn myndi loka líka en steininn tók út þegar birtist í Jökli (bæjarblaðinu) núna seinasta fimmtudag að sameina prestaköllin og hafa bara einn prest sem yrði á Ólafsvík og það yrði Ólafsvíkurprestakall.
Það verður að segjast að núna hafa Sandarar alla mína samúð og ég skil vel að þeim finnist að þeim vegið - enda ekki mikið meira hægt að taka í burtu.
mánudagur, október 12, 2009
Birt af Linda Björk kl. 19:41
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 Mjálm:
Já það er illa farið með sandaranna, að "forsa" þeim að umgangast ólsarana svona mikið ! Illa farið með gott (?) fólk.
Skrifa ummæli