BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, október 11, 2009

Breyting

Já ekki láta ykkur bregða - er komin með nýtt útlit og þið eruð hjá Varginum :)

Er mjög nálægt því að finna mitt útlit - það er að segja hef verið að leita að útlitum sem hafa kort af heiminum, sýnir heiminn og ferðalög. Þannig að ég er komin ansi nálægt.

Eina með þetta er að ef ég set inn myndir þá sjást þær ekki mjög vel því bakgrunnurinn kemur þar inn... en oh well...einhversstaðar hef ég heyrt að maður fær víst ekki allt ;) en ég bíð bara þolinmóð þangað til.

En annars er ég búin að vera á smá þvælingi, fór suður, austur og aftur suður og svo vestur. Undirbúningur fyrir ferðalagið ;) en var samt afskaplega gott að koma "heim".

En já hvernig líst ykkur svo á?

8 Mjálm:

skotta sagði...

Líst bara vel á!

Linda Björk sagði...

Ljómandi gott að heyra - takk fyrir það :)

Frétti að þú værir að plana næsta ferðalag :) - hvert á að halda og hvenær?

Nafnlaus sagði...

Betra en græna jukkið :)

Nafnlaus sagði...

ef ég vel nafnlaus þá birtist athugasemd en ef ég vel Name/Url þá birtist ekkert.....
Guðmunda sem langar að setja grænt jukk á stofuvegginn :)

Linda Björk sagði...

Guðmunda - gott að ráðgátan sé leyst :) - er að spá í hvort ég eigi ekki að setja grænt jukk á svefnherbergisvegginn minn

en hver fannst þetta græna jukk? Ellen?

Ella Bella sagði...

nei ég er saklaus... er þetta ekki bara Guðmunda ? vill setja það á vegginn en ekki hafa það í tölvunni ?? :)

Anyways, mér bara krossbrá en finnst þetta töff. Finnst líka alveg fínt hvernig myndirnar koma út, þ.e. bakgrunnurinn kemur inn því myndinnar koma alveg í gegn líka. Allavega finnst mér það eiga við landslagsmyndirnar

Nafnlaus sagði...

Ellen á kollgátuna

Guðmunda

skotta sagði...

hehe næsta ferðalag...sennilega Tæland í Janúar/febrúar. Svona ef allt gengur upp...stutt samt sennilega ekki meira en 2 mánuði.

Langar mest í heimi aftur til Afríku samt.

Plan B er að fara eitthvert og læra spænsku.