BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, október 18, 2009

Dulmögnun Snæfellsnes/Snæfellsjökuls

Ég er smátt og smátt að komast að því hvernig dulmögnun jökulsins er og upplifa það!

Um daginn átti ég leið á Malarrif - þar sé ég stór möstur sem mig bara minnti alls ekki að hafi verið þar seinast þegar ég kom. Eins og asni hringdi ég í yfirmann minn til þess að athuga hvort ég væri orðin kolrugluð eða hvað. Meðan ég var að tala við hana þá tek ég eftir því að steypan undir möstrunum var sko langt frá því að vera ný en ég tók nú myndir samt sem áður.

Er nú búin að skoða gamlar myndir eða eldri og þá að sjálfsögðu eru þessi möstur þar.

Dulmögnunin felst semsagt í því að láta mann gleyma!

Önnur reynsla sem ég fékk var nú bara á föstudaginn þegar ég var að yfirgefa nesið - nema vegna veðurs ákvað ég að fara fyrir Jökul (semsagt fara í gegnum þjóðgarðinn í stað þess að fara norðurleiðina og svo vatnaleiðina). En það var hvasst og mikil þoka í þjóðgarðinum - þegar ég nálgast Djúpalónssand hugsa ég að það er nú kostur að þekkja þessa leið svo vel þannig að er ekki eins erfitt að keyra í þoku nema þegar ég bíð þess að fara að keyra upp brekku og í Purkhólunum tek ég eftir því að ég er komin að afleggjaranum að Malarrif og sé Lóndrangana - þannig að Purkhólarnir fóru algerlega framhjá mér. Tók ekki einu sinni eftir því að ég var að keyra upp brekku!

Þarna átti sér eitthvað stað..... spurning hvort ég hafi eitthvað tilfærst eins og ég held að sé í Star Trek!

0 Mjálm: