BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, febrúar 27, 2009

Stelpumynd

Sá stelpumynd í gær í bíó.

Einstaklega amerisk mynd - sem kom svo sem ekkert á óvart en reyndar bjóst við að myndin yrði einhvern vegin fyndnari og skemmtilegri. Var alveg ágætis afþreying sko en... já

Myndin var líka rosalega mikið um stereotýpur og staðlanir á fólki (að mér fannst) og finnst alveg stórmerkilegt að virðist vera í ameriskrí menningu þessi rosa áhersla á hjónaband. Fólk er hreinlega ekki bara í lagi ef það giftist ekki það er að segja geta ekki bara búið með einstaklingnum.

Ég bara neita að trúa því að þetta sé út um allt í Bandaríkjunum það hlýtur að fyrirfinnast fólk sem "bara" býr saman og er ekki svona upptekið af því að verði að giftast.

Já sumir gætu túlkað að ég sé hreint og beint á móti hjónaböndum eða eitthvað annað og túlki það hver sem vill.

Ég neita bara því að allir séu steyptir í sama mót :)

Fyrst ég er á annað borð farin að tala um bandarískar bíómyndir þá ætla ég að nefna annað sem fer rosalega í taugarnar á mér eða mér finnsta alltaf jafn hallærislegt.

Hafið þið tekið eftir því í kvikmyndum og þáttum að þá er oft manneskja sem kemur til einhverrar og segist þurfa að tala við hana í einrúmi. Með því sama þá yfirgefa allir aðrir sem voru í herberginu staðinn? Af hverju fara ekki þessar tvær manneskju út - miklu einfaldara og að mér finnst kurteisara að þau víkji til hliðar hehe

Finnst þetta alltaf jafn stórmerkilegt.

###

En annars var ég á silfurskottuveiðum í nótt - komst að því að þær geta víst líka aðeins farið lóðrétt, minnsta kosti var þessi á veggnum. Tókst að ná í gleraugun og krukku til að veiða hana í áður en henni tókst að forða sér.

5 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Nei sko kominn vísir að dýragarði :)

kv. Ásta D

Linda Björk sagði...

jú jú jú og ég langsamlegasta áhugaverðasta dýrið í garðinum ;) muahahah

Nafnlaus sagði...

Sammála enda einstök... spurning hvort þú verður ekki stoppuð upp að lokum ;)
Hvaða mynd fórstu á ??

kv. Ásta D

Linda Björk sagði...

fór á he is not that into you ;)

Nafnlaus sagði...

hm.. datt það í hug nafnið virkar svakaleg klisja ...