BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, febrúar 06, 2009

síminn minn

Er að verða klikkuð á gsm símanum mínum. Síminn sjálfur virkar alveg vel og batteriið er enn fínt. Það er stýripinninn sem er til vandræða þannig að ég á erfitt með að fletta upp í símaskránni, skoða sms eða opna eitthvað annað í símanum svona eins og að stilla vekjaraklukkuna. Frekar böggandi þar sem annars er í lagi með símann og tala nú ekki um batteriið.

Er því búin að vera skoða síma og símarnir sem mig langar í eru dýrir :( það er hinsvegar eitt sem ég var að spá í, símar sem eru með diktafón veit einhver hvort það sé eitthvað vit í því. Þarf nefnilega á diktafóni að halda og var því að spá hvort væri sniðugt að sameina það í síma en spurning er hvort diktafóninn sé eitthvað góður sem finnst í síma?

2 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Það var einhver maður að auglýsa eftir notuðum gsm og að hann gerði við þá ...hvort hann var í Grafarvoginum ???

kv. Ásta D

Linda Björk sagði...

jamm búin að heyra frá honum.... held samt að einhver hafi sagt mér að með stýrispinnana að ekki væri hægt að gera við þá eða væri frekar dýrt að gera við þá :(