Komið gott
Komið alveg gott af þessum kulda, má nú alveg fara að hlýna dáldið.
Væri ekki amalegt að vera þvælast í Suður Ameríku núna eða vera hjá litla frænda, stóra frænda og konunni hans í Guatemala. Spurning hvort maður væri að kvarta yfir hita þess í stað!
Nú er ég búin að vera líka "úti" eða ekki heima við 3 kvöld í röð og er bara alveg búin á því. Eitthvað þvílíkt þreytt en spurning hvort það tengist því að hafa verið að heiman er spurning.
Stóð mig þvílíkt í skonsugerð í gær eða EKKI, voru ekki að gera sig þessar skonsur en voru nú samt eitthvað étnar. Til þess að kórona allt saman þá var grjónagrauturinn heldur ekki upp á sitt besta.
fimmtudagur, febrúar 12, 2009
Birt af Linda Björk kl. 13:09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli