Meistarafyrirlestur
Var á mínum fyrsta meistarafyrirlestri og vörn áðan.
Núna er ég að leita allra leiða til þess að útskrifast úr hagfræðideild til þess að þurfa ekki að hafa fyrirlestur ;) eða svona nokkurn veginn.
Annars var prófdómari ekkert svo harður og fór allt mjög vinsamlega fram.
Er að spá í að fara líka á annan meistarafyrirlestur á morgun til þess að athuga hvort sá verði nokkuð tekin af lífi.
###
Annars fór ég í bíó í gær á Viltu vinna milljarð, var barasta ánægð með myndina, kom reyndar á óvart hvað voru margir í bíó og þetta snemma líka eða um sexleytið.
fimmtudagur, febrúar 05, 2009
Birt af Linda Björk kl. 17:31
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli