Lok
Jæja seinasti dagur febrúarmánaðar og seinasti póstur febrúarmánaðar.
Líf heldur áfram að kvikna á baðherberginu - var að þrífa þar í dag þegar ég sá kónguló en lét hana eiga sig. Þegar ég fór síðan að ryksuga var þessi blessaða áttfætlingur horfin og hef ekki hugmynd um hvert.
En er annars að elda mexíkósúpu.... vona sko að hún muni bragðast unaðslega :)
laugardagur, febrúar 28, 2009
föstudagur, febrúar 27, 2009
Stelpumynd
Sá stelpumynd í gær í bíó.
Einstaklega amerisk mynd - sem kom svo sem ekkert á óvart en reyndar bjóst við að myndin yrði einhvern vegin fyndnari og skemmtilegri. Var alveg ágætis afþreying sko en... já
Myndin var líka rosalega mikið um stereotýpur og staðlanir á fólki (að mér fannst) og finnst alveg stórmerkilegt að virðist vera í ameriskrí menningu þessi rosa áhersla á hjónaband. Fólk er hreinlega ekki bara í lagi ef það giftist ekki það er að segja geta ekki bara búið með einstaklingnum.
Ég bara neita að trúa því að þetta sé út um allt í Bandaríkjunum það hlýtur að fyrirfinnast fólk sem "bara" býr saman og er ekki svona upptekið af því að verði að giftast.
Já sumir gætu túlkað að ég sé hreint og beint á móti hjónaböndum eða eitthvað annað og túlki það hver sem vill.
Ég neita bara því að allir séu steyptir í sama mót :)
Fyrst ég er á annað borð farin að tala um bandarískar bíómyndir þá ætla ég að nefna annað sem fer rosalega í taugarnar á mér eða mér finnsta alltaf jafn hallærislegt.
Hafið þið tekið eftir því í kvikmyndum og þáttum að þá er oft manneskja sem kemur til einhverrar og segist þurfa að tala við hana í einrúmi. Með því sama þá yfirgefa allir aðrir sem voru í herberginu staðinn? Af hverju fara ekki þessar tvær manneskju út - miklu einfaldara og að mér finnst kurteisara að þau víkji til hliðar hehe
Finnst þetta alltaf jafn stórmerkilegt.
###
En annars var ég á silfurskottuveiðum í nótt - komst að því að þær geta víst líka aðeins farið lóðrétt, minnsta kosti var þessi á veggnum. Tókst að ná í gleraugun og krukku til að veiða hana í áður en henni tókst að forða sér.
fimmtudagur, febrúar 26, 2009
Agi
Auglýsi eftir aga og skipulagi.... :)
En já senn líður að lokum febrúarmánaðar og því daglegrar færslna.
Sem er gott í ljósi þess að ég hef ekkert um að skrifa núna :) allavega ekkert sem dettur í hug.
hasta la vista
miðvikudagur, febrúar 25, 2009
Sauður
Held það sé alveg óhætt að segja að ég er algjör sauður :)
Var í kvöld að elda heima hjá systur minni, kom með panini brauð sem ég var mikið búin að hlakka til að borða með matnum.
En allt kom fyrir ekki og ég steingleymdi brauðinu. Mundi ekki eftir því fyrr en þegar búið var að ganga frá og allt eftir kvöldmatinn.
Þvílikur illi.
þriðjudagur, febrúar 24, 2009
Leikhús
Fór óvænt í leikhús í kvöld.
Skemmtilegt þegar ísferð breytist í leikhúsferð svona í einu svipan.
Var shakespear leikrit þannig að textinn var torskilinn og þurfti að einbeita sér að textanum. Var fín sýning en ekki sú besta sem ég hef séð hjá Halanum. Verð þó reyndar að viðurkenna að ég man ekki hvaða sýningar ég hef séð þar... eitthvað er minninu að hraka.
En já félagsskapurinn var ekki af verri endanum :)
mánudagur, febrúar 23, 2009
Hjólið
Búin að vera á hjólinu mínu undanfarna daga.
Mikið er það nú ljúft, er svo fljótari á milli staða og svona. Þarf samt virkilega að þrífa þetta blessaða hjól.
En annars gleðilegan bolludag.
og já er komin með matargest í mexíkósúpuna :) - fegin því þá hefði ég annars þurft að skrifa póst um hugsanlega ástæður þess að fólk vill ekki koma í mat :).
sunnudagur, febrúar 22, 2009
Langar
Yfirleitt þá langar manni svo mikið, svo mikið að ekki er hægt að gera það allt og því verður að forgangsraða. Nú eða hlutirnir einfaldlega að bíða útaf einum eða öðrum ástæðum.
Hinsvegar ætla ég að reyna að ráðast á þá hluti sem mig langar að gera núna og eru gerlegir og ekki mikið mál.
Mig langar nefnilega mikið í mexíkósúpuna nema sú súpa er betri í félagsskap. Er svona félagsskapsmatur. Ég meina eru allnokkrir réttir sem eru algjörlega félagsskapsmatur og annar sem mér dettur í hug er racklett. Ég meina það er ekkert gaman að hafa racklett ef maður er einn að dunda sér við að steikja kjötið sitt :)
En allavega áfram um mexikósúpuna - þar sem þetta er félagsskapsmatur þá þýðir það náttúrulega að fólk komi og borði með mér. En ég get ekki ákveðið eða veit ekki hverjum ég ætti að bjóða í mat. Þannig að ég ætla að bjóða fólki að bjóða sér í mat til mín. Þeim sem hafa áhuga á að fá mexíkósúpu. Kannski réttilega að taka það fram að ég hef hugsað mér að bjóða þeim sem ég þekki ;)
En allavega þeir sem hafa áhuga hafi sambandi, hvort sem er í gegnum kommentin, tölvupóst, síma, sms eða í persónu.
p.s. fyrstur kemur fyrstur fær :)
laugardagur, febrúar 21, 2009
Póstkort
Skemmtilegar og óvæntar uppákomur eru alveg hreint meiriháttar. Svona eins og fá póstkort þegar maður á ekki von á því - jafnvel þótt viðkomandi er líka bara í sama landi :)
Finnst það yndislegt.
Hrifin af jákvæðum og góðum uppákomum, ekki eins hrifin að þeim leiðinlegu.
###
En annars skall hurð nærri hælum núna - var næstum því búin að gleyma að blogga. Eða ég mundi eftir þessu fyrr í kvöld og dag en ákvað að geyma aðeins og var því næstum búin að gleyma. En rétt náði :)
föstudagur, febrúar 20, 2009
Rupali
Rupali mín á afmæli í dag - og ef ég hef reiknað rétt þá er hún 14 ára.
###
Er frekar óþægilegt að vera rassblautur - sérstaklega þegar það er í lengri tíma.
Það gerðist akkúrat fyrir mig í dag - fór nefnilega á hjólinu í morgun og áttaði mig ekki á að væri rigning og tók því ekki regnbuxurnar með. Þegar hjólið var svo búið að vera úti í smá tíma í hellirigningu þá varð ég að sjálfsögðu rassblaut þegar ég fór á hjólið.
fimmtudagur, febrúar 19, 2009
Dagurinn
Áhugaverður dagurinn í dag.
Byrjaði líka með well.... sjokki.
Var í langferðabíl þar sem var verið að keyra upp brekku í mikilli hálku þegar hann komst ekki lengra, nema byrjaði að renna aftur á bak og bremsurnar ekki að gera neitt það er að segja þegar bílinn komst ekki lengra þá var stigið á bremsur sem dugði ekki og við byrjuðum að renna aftur á bak. Bílinn stjórnlaust og svo enduðum við þvert á veginum og nálægt því að fara útaf.
Rétt áður en við fórum upp brekkuna var mér á orði að mig langaði út og ganga þetta - aðallega því mér leist ekkert á þetta.
En allt fór þó vel sem betur fer :)
miðvikudagur, febrúar 18, 2009
Dreifbýlistútta
Jæja - er búin að skrifa undir samning þess efnis að gerast dreifbýlistútta.
Reyndar verður það einungis hluta úr árinu, en enga að síður spennandi. Fer skrefinu eða skrefunum lengra en dreifbýlistútturnar vinkonur mínar því ég mun vera mun lengra í burtu en reyndar líka í styttri tíma ;)
En bara gaman að þessu.
þriðjudagur, febrúar 17, 2009
Augnlæknir
Ég hef á tilfinningunni að sjónin mín hafi versnað. Hef hug á að láta staðfesta nú eða hrekja þessari tilfinningu minni með því að fara til augnlæknis sem segir mér hið sanna í málinu.
En þá kemur smá klípa, því ég ætla mér ekki að kaupa ný gler eða gleraugu alveg strax, ef ég skyldi vera komin með verri sjón. Þannig að ef ég fer til augnlæknis núna og ef hann staðfestir það að sjónin mín hafi versnað þá mun ég að öllum líkindum sjá bara mikið verra heldur en ég geri nú bara útaf vitneskjunni ;)
En þá geta sumir spurt sig af hverju ég fresta þá ekki heimsókninni til augnlæknisins sem er alveg gild spurning.... en bara vil fara fyrir mars :)
sem gerir það að verkum að ég þarf að fara að panta tíma og fara að sjá svo illa ;)
mánudagur, febrúar 16, 2009
Já já
Ekki varð mikið úr skrifum í gær vegna vesenist með hausinn. Reyndar ekki með verstu hausverkum en því verri eða meiri uppköstin sem fylgdu.
Skemmtilegt
Ætlaði mér nefnilega að vera svo dugleg í gær að t.d. að snúa þessu við hjá mér að eiga erfitt með að sofna á sunnudögum, vakna svo á mánudögum alveg þvílíkt þreytt að það endist vikuna. Tókst svo sem að fara að snemma að sofa en vaknað annað slagið í nótt með hausverkinn og varð að sjálfsögðu þreytt í morgun.
En tókst að þrífa í gær áður en þetta helltist allt yfir. Hefði sennilegast verið sniðugast að fá mér að borða á undan - spurning hvort ég hefði þá sloppið við allt þetta vesen.
En já nóg um leiðindin í bili... meira seinna
sunnudagur, febrúar 15, 2009
laugardagur, febrúar 14, 2009
Árstíðir
Í sumum af þessum könnunum sem eru til gamans gerðar þá kemur stundum spurning hvaða árstíð er uppáhalds.
Á alltaf í sömu vandræðunum með að svara, því á enga uppáhalds. Ég meina hver árstíð (sumar,vetur, vor og haust) hefur sinn sjarma. Ég meina það er gaman þegar vorið kemur og maður upplifir birtuna sem kemur og allt að vakna til lífsins. Sumarið þá er allt bjart og yfirleitt hlýrra veður. Á haustin þá er farið að dimma og gott að fá það eftir alla birtuna :) og tala nú ekki um alla litina sem koma. Veturnir geta verið heillandi sérstaklega þegar snjóar og hvítt og fallegt yfir öllu.
Þannig að ég get ekki valið á milli, veturnir eru kannski stundum helst til langir og svo náttúrulega er mér oft kalt en samt...
Jæja hver er ykkar uppáhalds árstíð og af hverju?
föstudagur, febrúar 13, 2009
Lög
Þeim sem finnst erfitt að lesa lög á íslensku ættu að prófa að lesa lög á ensku, enn skemmtilegra :)
Það var það sem ég eyddi megnið af deginum í
###
Af baðherberginu mínu að frétta þá er allt með rólegum nótum þar. Hef ekki séð stóru feitu kóngulóna, né aðrar kóngulær eða silfurskottur.
Finnst svoldið kómískt að þegar ég er á leið inn á baðherbergið þá kveiki ég fyrst ljósið áður en ég stíg inn i herbergið og rannsaka gólfið vel og vandlega áður. Enda langar mig ekkert til þess að stíga á neitt kvikt.
fimmtudagur, febrúar 12, 2009
Komið gott
Komið alveg gott af þessum kulda, má nú alveg fara að hlýna dáldið.
Væri ekki amalegt að vera þvælast í Suður Ameríku núna eða vera hjá litla frænda, stóra frænda og konunni hans í Guatemala. Spurning hvort maður væri að kvarta yfir hita þess í stað!
Nú er ég búin að vera líka "úti" eða ekki heima við 3 kvöld í röð og er bara alveg búin á því. Eitthvað þvílíkt þreytt en spurning hvort það tengist því að hafa verið að heiman er spurning.
Stóð mig þvílíkt í skonsugerð í gær eða EKKI, voru ekki að gera sig þessar skonsur en voru nú samt eitthvað étnar. Til þess að kórona allt saman þá var grjónagrauturinn heldur ekki upp á sitt besta.
miðvikudagur, febrúar 11, 2009
Samtal
Átti mjög áhugavert samtal í gær.
En samtalið snerist um það hvað margir frá upphafi hafi dáið, hve stór jörðin er og hvað það væru þá margir fm af jörðinni sem mögulega enginn hafði dáið á miða við fjölda og stærð. Var mér tjáð það að væri sennilegast á stærð við fótboltavöll. Nema hvað líkurnar á því að eru mun stærri svæði hér á landi heldur en t.d. í austurlöndum sem er líklegt að enginn hafi dáið á.
Fannst þetta bara mjög áhugavert því oft er það þannig að maður vill ekki búa nærri kirkjugarði eða í íbúð sem maður veit að einhver hefur dáið í.
Voru góðar pælingar á göngu heim á leið.
þriðjudagur, febrúar 10, 2009
Hmm....
Það verður að viðurkennast að núna er ég alveg blank, veit ekkert hvað ég á að rita hér. Undir venjulegum kringumstæðum þá hefði ég að sjálfsögðu sleppt því en þar sem ég ákvað að blogga á hverjum degi í febrúarmánuði þá ætla ég mér að standa við það. Allavega reyna.
Hefði kannski getað geymt það þangað til síðar en.. veit ekki hvort ég verð í netsambandi seinna í dag.
En einhverjar hugmyndir sem þið hafið um blogg sem ég get skrifað? :)
mánudagur, febrúar 09, 2009
Létt og laggott
Var sko ekki búin að gleyma að skrifa á bloggið, það er að segja ekki í dag en núna þegar ég er loksins komin heim þá var það næstum því búin að gleyma þessu en augljóslega gerðist það ekki.
Þetta raus verður ekki um smjörið létt og laggott og ekki heldur í boði létt og laggotts :)
Heldur er þetta vaðið úr einu í annað.
Líst bara dæmalaust vel á kennara minn í þessu námskeiði sem ég er í, ákvað að tala aðeins við hann í dag um mastersverkefnið mitt og það hjálpaði mér eða held það allavega. Líka var svo almennilegur og bauð mér að hafa samband ef ég hefði fleiri spurningar :)
Svo er líka svo yndislegt að keyra bíl þar sem skyggnið ver mig fyrir sólargeislum og ég sé á götuna. Semsagt sat það hátt uppi að skyggnið náði alveg, yfirleitt er það þannig að sætin eru það lág og skyggnið það hátt uppi að það gagnast mér ekkert nema ef sólin er einstaklega hátt á lofti sem hún er ekki þessa dagana.
já hlæjið þið bara.........
læt þetta duga í bili
sunnudagur, febrúar 08, 2009
Umhverfisvænt
Ég reyni eftir megni að nota vörur sem eru umhverfisvænar, merktar t.d. með svaninum.
Verð þó að viðurkenna að ég er að gefast upp á einni vöru eða uppþvottaleginum sem er merktur svaninum. Hef verið að þrjóskast hingað til að nota þennan uppþvottalög og svo sem ekkert að því. Það er bara að það blokkerast alltaf fyrir opið á brúsanum þannig að brúsinn stíflast og vandræði að ná einhverju úr brúsanum.
ekki upplýsandi og skemmtilegt að vita :)
laugardagur, febrúar 07, 2009
Kalt
Er kalt - sem kemur svo sem ekkert á óvart ;) nema nú er þreytan líka eitthvað að hellast yfir mig. En kannski kemur það bara til að ég er komin niður í skóla og er að fara að læra.
slökknaði á mér frekar snemma í gærkveldi en að sjálfsögðu þegar ég ætlaði mér að fara að sofa að þá tókst það ekki.
Fór á annan meistarafyrirlestur í gær, komst að því að best væri bara að reyna að útksrifast úr hagfræðideildinni. Komu margir á þennan fyrirlestur, prófdómari var síðan bara með auðveldar spurningar miða við þær sem komu úr salnum.
ansans.... mér er kalt
föstudagur, febrúar 06, 2009
síminn minn
Er að verða klikkuð á gsm símanum mínum. Síminn sjálfur virkar alveg vel og batteriið er enn fínt. Það er stýripinninn sem er til vandræða þannig að ég á erfitt með að fletta upp í símaskránni, skoða sms eða opna eitthvað annað í símanum svona eins og að stilla vekjaraklukkuna. Frekar böggandi þar sem annars er í lagi með símann og tala nú ekki um batteriið.
Er því búin að vera skoða síma og símarnir sem mig langar í eru dýrir :( það er hinsvegar eitt sem ég var að spá í, símar sem eru með diktafón veit einhver hvort það sé eitthvað vit í því. Þarf nefnilega á diktafóni að halda og var því að spá hvort væri sniðugt að sameina það í síma en spurning er hvort diktafóninn sé eitthvað góður sem finnst í síma?
fimmtudagur, febrúar 05, 2009
Meistarafyrirlestur
Var á mínum fyrsta meistarafyrirlestri og vörn áðan.
Núna er ég að leita allra leiða til þess að útskrifast úr hagfræðideild til þess að þurfa ekki að hafa fyrirlestur ;) eða svona nokkurn veginn.
Annars var prófdómari ekkert svo harður og fór allt mjög vinsamlega fram.
Er að spá í að fara líka á annan meistarafyrirlestur á morgun til þess að athuga hvort sá verði nokkuð tekin af lífi.
###
Annars fór ég í bíó í gær á Viltu vinna milljarð, var barasta ánægð með myndina, kom reyndar á óvart hvað voru margir í bíó og þetta snemma líka eða um sexleytið.
miðvikudagur, febrúar 04, 2009
Afmæli
Lenti í óvæntri afmælisveislu hérna upp í skóla. Var sagt að væri afmæliskaffi í fundarherberginu og afmælisbarnið vissi ekkert af því.
Horfðum á kerti á kökunni brenna upp til agna því afmælisbarnið var upptekið og náði ekki í tæka tíð fyrir kertin. Þannig að kertavax var kroppað af kökunni ;)
En það skemmtilega var að rétt áður hafði ég sest hjá afmælisbarninu í hádeginu og borðað hádegismat með henni án þess að vita að hún ætti afmæli.
þriðjudagur, febrúar 03, 2009
Strætó
Uppáhalds umræðuefnið ;)
En nú þarf ég að vera fljót að ákveða mig hvort ég taki næsta vagn sem er eftir um 15 mínútur eða hvort ég bíði þá klukkutíma eftir næsta.
Fúlt
Tilraun
Hef ákveðið að gera tilraun með að blogga alla daga febrúarmánaðar. Veit ég klikkaði á fyrsta degi febrúarmánaðar en það verður þá bætt upp með tveimur færslum einhverja aðra daga.
Bak við þetta er mjög skrýtin hugmyndafræði hjá mér að með auknum skrifum á blogginu mínu komi aukin afkastageta á öðrum sviðum :)
Febrúarmánuður var líka valin vegna þess að hann er með fæsta daga mánaðains.
mánudagur, febrúar 02, 2009
Rann á rassinn
Lítur út fyrir að nýrri ríkisstjórn hafi tekist að komast á koppinn áður en mér tókst að útrýma skólaleiða.....
nei kannski ekki... skólaleiðinn er svo sem að hverfa en ekkert skipulag, áætlun eða aðgerðaráætlun hefur hinsvegar litið dagsins ljós.
En þarf þá bara rísa upp, dusta af rassinum og halda áfram þar sem frá var horfið.
Enda lítið val núna - hópaverkefnið komið af stað og þarf að skila rannsóknaráætlun þar á föstudag. Leist ágætlega á þennan hluta af hópnum sem ég hitti en ég mun sennilegast aldrei hitta tvær úr hópnum sérstaklega þar sem ein býr í Noregi.
Annars eru tímamót núna í mínu lífi. Eru að verða fjögur ár sem ég hef haft lögheimili mitt á sama stað en það er það lengsta tímabil hjá mér, hafði aldrei verið meir en 3 ár. En þrátt fyrir að þetta þá hef ég reyndar ekki enn búið á staðnum samfellt í fjögur ár og á eftir að brjóta það met mitt (3 ár) en virðist ætla vera eitthvað erfiðara að ná því.