BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Táknmálstúlkur

Í 100 manna faginu sem ég er í (kúrsi) þá er táknmálstúlkur þar til þess að þýða fyrir einn nemandann. Í fyrsta tímanum voru þær tvær svo hefur verið bara einn táknmálstúlkur þangað til í gær þegar þær voru aftur orðna tvær.

Allavega hef ég afskaplega gaman af að fylgjast með - passa mig þó að gleyma mér ekki og fylgjast með tímanum líka ;) en hef þó komist í raun um að hlýtur að vera afskaplega erfitt að túlka, í raun líka hverskonar túlkur sem viðkomandi er, hvort sem það er táknmálstúlkur eða tungumálatúlku. Þó kannski ívið auðveldara með tungumálatúlk því viðkomandi heyrir. En það sem ég ætlaði að segja að hvernig á að túlka þegar t.d. kennarinn er að spauga? Hef reyndar séð hjá þeim táknmálstúlkunum sem ég geri ráð fyrir að gefur til kynna að kennarinn sé að grínast eða segja með gamansömum tón.

Var þó ansi hugsa yfir hvernig táknmálstúlkarnir túlkuðu í gær því við horfðum á stutt video sem var með ensku tali og engum texta, hvorki enskum né íslenskum. Hvort ætli þær hafi túlkað á ensku eða íslensku? Ég er nefnilega nokkuð sannfærð um að þær þýddu ekki hvert orð heldur bara svona "mikilvægasta".

En já held þetta sé mjög krefjandi starf að vera táknmálstúlkur.

1 Mjálm:

Ella Bella sagði...

það er líka táknmálstúlkur í öðrum enskutímanum mínum og men hvað þetta er truflandi :) hún reynir að túlka allt og einmitt allt á ensku sem hún er að segja, hef tekið eftir því.

en já þetta er pottþétt krefjandi starf og eins og öll krefjandi störf undirmannað og illa borgað.