Bílinn
Í morgun á leið minni út á strætóstoppistöð þá kom smá saknaðartilfinning til jeppans hjá pabba - bílinn sem ég hafði í 2 mánuði.
Nei - það var ekki af því að mér fannst ómögulegt að taka strætó, eða þurfti að ganga í ökkladjúpum (eða aðeins meir) snjó að stoppistöðinni.
Heldur vegna þess að það var ágætis snjór í innkeyrslunni og hefði verið gaman að öslast þar í gegn á jeppanum. En sýndist samt fólksbílarnir fara ágætlega þó þar út hjá okkur.
Finnst einmitt mjög gaman að finna hvernig 4 hjóladrifið virkar. Var mjög oft þannig á jeppanum að ég var við það að finna að ég væri að festa mig á bílastæði eða var í erfiðleikum. Setti svo 4hjóladrifið á og ekkert mál.
Það er gaman
fimmtudagur, febrúar 07, 2008
Birt af Linda Björk kl. 10:30
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 Mjálm:
þú ert nú pínu gaur í þér ;-)
kveðja Bella
Gvuð hvað ég er sammála þér, vildi að ég ætti jeppa í svona veðrum og geta leikið mér á honum !
Ég á jeppa :D
Og það er gaman ða leika sér á honum þessa dagana....
Skrifa ummæli