Gefst upp
Já nú er ég endanlega búin að gefast upp á sjónvarpstækinu, hundpirruð á að hlusta bara á það - vil sjá einhverja mynd líka ;)
Sjónvarpstækið er minn félagsskapur hérna heima hjá mér og sérstaklega þó matarpartner, mundi ábyggilega veslast upp ef ég þyrfti að borða alveg alein það er að segja án sjónvarpsins.
Myndin hefur haldist svona um hálftíma kannski minna og stundum aðeins meira þegar ég er nýbúin að kveikja á því og svo kemur bara svartur skjár.
Þannig að nú auglýsi ég eftir einhverjum sterkum og sem er á bíl sem getur tekið sjónvarpstækið og farið með það í Sorpu fyrir mig!
Einnig hef ég verið að hugsa hvort væri möguleiki á að einhver ætti aukatæki sem væri ekki í notkun og tímdi að lána mér það fram í júní :)
miðvikudagur, febrúar 27, 2008
Birt af Linda Björk kl. 21:23
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 Mjálm:
já við skulum spjalla saman
hæ er með tæki á lausu þú mátt fá það ef þú vilt :-)
kveðja Bella
geggjað :)
og Bella - grunaði þig um að vera nafnleysingjan ;) hehe
Skrifa ummæli