Mögnuð mynd
Laugardagskvöldið var heldur rólegra en það seinasta - verður þó að segjast að var mun blóðugra.
Yups skellti mér á Sweeney Todd í gær og þvílíkt mögnuð mynd, svo flott og að sjálfsögðu skemmir Johnny Depp ekki fyrir enda magnaður leikar þar á ferð.
En mikið hrikalega var langt síðan ég fór í bíó seinast - svo langt að ég man ekki myndina sem ég sá fyrir Sweeney Todd.
###
Að öðru þá held ég að sjónvarpið sé endanlega að gefast upp. Hugsa að það sé ekki langt í það að ég hói í einhvern sterkan með bíl til þess að fjarlægja það. Er ekki séns að ég lofti því og varla að ég geti haldið á því með öðrum.
En sjónvarpið er farið að haga sér þannig að fyrir utan að slökkva á sér í tíma og ótíma þá hefur komið bara svartur skjár, sést engin mynd en heyri það sem fram fer.
já það er komin tími til þess að kveðja það....
sunnudagur, febrúar 17, 2008
Birt af Linda Björk kl. 19:19
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
Vantar þig þá ekki nýtt?
;-)
Vantar og vantar ekki!
Mundi vissulega sakna þess en er ekki að fara að kaupa mér sjónvarpstæki.
Mínir peningar eru ráðstafaðir í allt annað!
:)
og by the way... hver ert þú nafnlaus?
Skrifa ummæli