BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, júlí 13, 2007

Strandganga

Fyrsta strandgangan var í gær og tókst líka svona ljómandi vel og góð þátttaka :) ég var að mestu í að túlka. Komu nefnilega þrír útlendingar og ég gerði tilraun til þess að túlka. En að túlka eða reyna að finna hvað bóluþang, beltisþari, klettadoppa og þangdoppa er á ensku er hinsvegar ekki alveg mitt. Gekk aðeins betur í að túlka sögurnar.

Svona er mitt útsýni í göngunum - sé alltaf í bakið á hópnum :)


Lífið í pollunum


Kjalfar



Smakkaði líka þara í gær og GLP tók hellings af myndum af því tilefni...

2 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

ohh. hvað mig langaði til að koma í gönguna:-(

Þið eruð líka búin að fá geðveikt veður í sumar..kannski of geðveikt er kannski allt orðið skrælnað hjá ykkur eins og allstaðar annarstaðar ?

kv. Ásta

Linda Björk sagði...

er búið að vera rosalega gott veður - skilur bara ekki hvað er að gerast :) en kom smá skúrir einhverja nóttina en annars allt að skrælna.

kveðja
Linda