Símtal
Það kemur fyrir að hringt er í gemsann minn og viðkomandi er að hringja í rangt númer.
Finnst það reyndar koma alltof oft fyrir en stundum getur það farið alveg hryllilega í taugarnar á mér. Sennilegast eftir því í hvaða skapi ég er í.
Áðan var hringt og spurt eftir einhverjum manni - að sjálfsögðu svaraði ég að hann væri ekki í þessu númeri.
Þá var spurt af viðkomandi hvaða númer þetta væri - og að mér finnst með frekjulegri rödd.
Ég svaraði honum að sjálfsögðu og sagði að þetta væri númerið sem hann hefði hringt í :)
mánudagur, júlí 16, 2007
Birt af Linda Björk kl. 16:49
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli