Stirð
Skil ekkert í þessu hvað ég er eitthvað stirð bæði hendur og fætur. Búið að vera að gera grín að mér í dag að ég sé enn eftir mig eftir að hafa haldið ræðuna í brúðkaupinu á laugardaginn.
Búin að vera bera á lakkleysir á rúmgafla á rúm sem ég er að fá.... ekkert smá leiðinlegt. Svo á eftir að pússa það og lakka, spurning hvort ég setji einhvern lit á.
Fer aftur á Snæfellsnesið á morgun, verð að viðurkenna að ég væri alveg til í að fá smá lengra frí - til þess að gera ekki neitt og klára Harry Potter.
miðvikudagur, júlí 25, 2007
Birt af Linda Björk kl. 21:34
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
Enda líka búið að vera brjálað að gera í þessu "fríi"
Ætli rúmgaflinn verði ekki til þegar þú kemur næst í bæinn haha
hhmmmm..... bannaði viðkomandi að snerta rúmið. Ég mundi klára þetta í haust þegar ég kæmi endanlega í bæinn :) - viðkomandi má hinsvegar alveg hjálpa mér svo með að setja rúmið upp hehehehe
Skrifa ummæli