Nakin
Ég var fyrir því óláni að slíta hálsfestina á hálsmeninu mínu á mánudagskvöldið. Er frekar súr yfir því þar sem ég er búin að vera með þetta hálsmen yfir 20 ár - jamm
Það hefur einu sinni áður gerst að hálsmenið slitnaði en það var þegar ég var 12 ára og eftir slagsmál við strákana í sveitinni.
Allavega núna tek ég mjög eftir því að það vanti eitthvað - áður fannst mér ég aldrei finna fyrir því að ég væri með hálsmen en án þess finnst mér eins og ég sé nakin.
En þessu verður reddað (vonandi) þegar ég kem í bæinn en ég fer í frí á morgun.... oh ég hlakka svo til!
miðvikudagur, júlí 18, 2007
Birt af Linda Björk kl. 11:08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli