BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, júlí 22, 2007

Brúðkaupið

Gulli frændi og Þórdís giftu sig í gær - í minkahúsi í Hrútarfirðinum. Allt saman var mjög flott og úr varð heljarinnar partý fram á morgun. Ég er nú ekki mikið kjólafan en Þórdís brúður var í geðveikum kjól.
Svo sæt

Fyrir mig var svoldið sérstakt því bæði mamma og pabbi voru í brúðkaupinu - ekki það að þau hafi ekki verið í veislum saman en þá bara þegar það tengist mér (ferming, stúdent og útskrift úr HÍ :)) og einnig voru því systkini sitthvoru megin. Til þess að flækja málin líka enn meira þá voru systkini bróður míns einnig viðstödd - já eða hluti af þeim.
systir mín, bróðir minn og ég en þau eru ekki þó systkini.

Ég hélt smá ræðu í brúðkaupinu, get ekki sagt að ég hafi verið stolt af því þar sem ég titraði svo mikið meðan á því stóð að ég var farin að hafa áhyggjur af því að lappirnir mundu ekki halda mér uppi meðan á þessu stæði. Foreldrar mínir vissu ekki af þessu að ég ætlaði að gera þetta og systir mín sagði að svipurinn á þeim hefði verið óborganlegur. Enda ég líka kannski ólíklegasta manneskjan til þess að fara upp og halda ræðu. Eins og sannaðist því ég titraði ekkert smá. Er samt fegin að hafa látið verða af þessu því Gulli frændi var mjög ánægður :)


Myndir úr brúðkaupinu eru komnar á myndasíðuna mína - sama password og venjulega.

1 Mjálm:

Ella Bella sagði...

Geggjaðar myndir og geðveikt gaman að skoða þær, rifjar upp hvað það var geðveikt stuð í brúðkaupinu !!