BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, september 29, 2006

Myrkur og ljós

Fór í gærkveldi upp í Grafarholtið með Guðmundu til að fylgjast með myrkvuninni. Þvílíkur fjöldi fólks sem var samankomin þar til þess að fylgjast með og þvílík umferð. En þetta voru vonbrigði :( - var flott að sjá þegar var slökkt á hverfunum en það var alltof mikil lýsing og ekki það mikil munur. Meira segja sáum alveg þónokkuð mikið af ljósum á Akranesi líka.

Oh well vonandi að gangi bara betur næst :)

###

Mikið var nú gott að sofa í mínu "rúmi" í nótt.

Það virðist allt við það að fara að falla í fastar skorður hér, er við það að fá íbúðina mína (held ég), byrja að vinna og fara í daglega rútinu.

Er með plön - ef það dettur upp fyrir þá er það annað plan. Nú ef það tekst síðan ekki þá er bara að finna upp á nýjum plönum.

###

Árið 2005 var algjör barnasprengja í kringum mig - lítur út fyrir að sé að koma seinni barnasprengjan. Var að frétta af fleira fólki í kringum mig sem eiga von á barni :) - Til hamingju öll sömul.

yfir og út

0 Mjálm: