Barcelona
Ferðin sem engin okkar hélt að yrði farin var farin!
*typpakarl
*"morðrannsókn"
*skemmtigarður
*vatnsrennibrautir
*veikindi
*Gaig
*svikarar
*heitt og gott
Þetta var fátt eitt sem við upplifðum í Barcelóna og var maður farin að bíða spenntur eftir hvað kæmi næst :)
*typpakarlinn var spes svo ekki sé meira sagt.
Þegar við vorum að ganga frá veitingastaðnum á föstudagskvöldið þá mættum við typpakarlinum. Hann var klæddur í stuttermaskyrtu og stuttbuxum nema það "skemmtilega" við stuttbuxurnar eru að þær voru hnepptar og rennilásinn frá og engar nærbuxur. Þannig að sást í sprellann á honum, var reyndar kannski frekar erfitt að greina hann þar sem hann var svo lítil. Tók því varla fyrir karlinn að hafa opið. Nema hvað ég og Guðmunda sáum líka typpakarlinn daginn eftir og í björtu og nákvæmlega eins klæddan og eftir að við vorum búnar að ganga framhjá honum þá sneri hann við.
*"morðrannsókn"
Þarna reyndar vitum við ekki með vissu hvað gerðist heldur hljóp ímyndunaraflið alveg með okkur. Aldís og Sólrún voru ekki á sömu hæð og við á hótelinu og þegar þær komu niður eitt kvöldið þá sögðu þær okkur frá því í herberginu ská á móti þeim væri lögreglan og væri að taka sennilegast sönnunargögn í poka. Rúmfötin voru tekin og sett í svona glæran poka með rennilás, flöskur og annað sett í poka líka og svo voru þeir með eitthvað duft. Við vorum að reyna að gera okkur í hugarlund hvað hafði gerst þarna.
*skemmti og vatnsrennibrautagarður.
við breytumst í litla krakka á sunnudeginum enda þær sem eiga börn barnlausar. Fórum í Port Aventura og skemmtum okkur líka svona vel. Fórum fyrst í vatnsgarðinn þar sem við prófuðum allar vatnsrennibrautirnar, ein brautin var reyndar þvílík ógeðsleg að við lögðum ekki í hana aftur enda var líka spurning hvort við myndum lifa hana af þegar í við vorum í henni.
Stelpurnar töpuðu sér síðan í rússibönunum meðan gamla konan ég sat og horfði á. Legg ekki í að fara í rússibana þar sem ég hef á undanförnum árum bara liðið illa og ælt eftir á og langaði ekkert til þess að líða þannig. Við vorum reyndar það vitlausar líka að geyma vatnsbrautirnar þangað til seinast í stað þess að fara strax í þær og þorna yfir daginn. Þess í stað vorum við blautar og kaldar í rútunni á leiðinni tilbaka til Barcelona.
*veikindi - ein úr hópnum varð veik, ekki mikið meira um það að segja en einn dagur eyðilagðist hjá henni og hafði náttúrulega áhrif á ferðina. Gleymdist að setja það í reglurnar hjá okkur áður en við færum út en það verður gert áður en við förum næst :)
*svikarar - ég og Guðmunda urðum vitni að svikum. Sáum nokkra karla saman sem voru veðja á hvort þeir gætu fundið "kúluna" (erfitt að útskýra þetta), vorum handvissar á að þarna væri um annaðhvort vasaþjófa að ræða eða einhverskonar svikara og settumst því niður til þess að fylgjast með þeim. Þetta hugboð reyndist alveg rétt hjá okkur og mikið rosalega voru þeir fljótir að láta sig hverfa. Það skal tekið fram að við urðum ekki fyrir barðinu á þeim.
*Gaig - er rosa fínn veitingastaður í Barcelona. Upphaflega áttum við pantað borð þar á laugardagskvöldinu en vegna veikinda ákváðum við að fresta því fram á síðasta kvöldið okkar. Þegar við gengum þarna inn þá leið mér smá eins og ég væri í dress up leik og hefði fengið föt móður minnar lánuð og væri að leika fullorðna manneskju. Átti ekki heima þarna.... en þjónarnir létu mann aldrei finna fyrir neinu. Fengum hvern svona apetizer á eftir öðrum, forrétt og aðalrétt. Sumir pöntuðu sér hrátt nautakjöt! Þvílíkt flottur matur og flott þjónusta, það kom sér vínþjónn, sér sem tók niður pantanir og ef maður kláraði ekki af diskinum kom maður sem spurði hvort ekki væri allt í lagi með matinn. Það sem toppaði síðan kvöldið var að kokkurinn kom og tók hring í salnum og gekk á öll borðin. Við vorum nefnilega mikið búin að spá í hvort það væri sami kokkur sem væri að elda og sá sem við sáum á heimasíðunni :) Eitt það besta var líka að þrátt fyrir að verið væri að reykja á borðinu við hliðina á okkar þá fundum við aldrei neitt fyrir því.
Já ferðin heppnaðist þvílíkt vel en Ásdísar og Bellu var sárt saknað!
fimmtudagur, september 21, 2006
Birt af Linda Björk kl. 23:53
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli