BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, september 29, 2006

Myrkur og ljós

Fór í gærkveldi upp í Grafarholtið með Guðmundu til að fylgjast með myrkvuninni. Þvílíkur fjöldi fólks sem var samankomin þar til þess að fylgjast með og þvílík umferð. En þetta voru vonbrigði :( - var flott að sjá þegar var slökkt á hverfunum en það var alltof mikil lýsing og ekki það mikil munur. Meira segja sáum alveg þónokkuð mikið af ljósum á Akranesi líka.

Oh well vonandi að gangi bara betur næst :)

###

Mikið var nú gott að sofa í mínu "rúmi" í nótt.

Það virðist allt við það að fara að falla í fastar skorður hér, er við það að fá íbúðina mína (held ég), byrja að vinna og fara í daglega rútinu.

Er með plön - ef það dettur upp fyrir þá er það annað plan. Nú ef það tekst síðan ekki þá er bara að finna upp á nýjum plönum.

###

Árið 2005 var algjör barnasprengja í kringum mig - lítur út fyrir að sé að koma seinni barnasprengjan. Var að frétta af fleira fólki í kringum mig sem eiga von á barni :) - Til hamingju öll sömul.

yfir og út

miðvikudagur, september 27, 2006

Urr

Ég fór ekki í gönguna í gær, þess í stað þá:

varð ég reið, fúl og pirruð

keyrði hring í hverfinu

hringdi út og suður

hringdi í lögregluna

ræsti út annan bróðurinn

hundurinn fann á sér að eitthvað var að

svo nú er það straff

þriðjudagur, september 26, 2006

Klemma

Er í smá klemmu.

Ómar Ragnarsson stendur fyrir göngu í kvöld sem eflaust hefur farið framhjá fáum. En hann er með aðrar hugmyndir um hvernig á að sjá álverinu á Reyðarfirði fyrir orku. Hef reyndar ekki kynnt mér þær hugmyndir og veit ekki um hvað þær snúast.

Mig langar í gönguna í kvöld og er að spá í að fara en ég er á hinsvegar ekkert fylgjandi álverinu eitthvað frekar heldur en Kárahnjúkavirkjun!

###

Mikið var erfitt að skilja hundinn eftir "heima" í dag. Hann horfði þvílíkt vorkunaraugum á mig þegar ég fór :(

sunnudagur, september 24, 2006

Helgin

Helgin bara liðin og ég gerði ekki rassgat.

Kannski að undirbúa mig áður en ég byrja að vinna því þá verður ekki eins mikið um frítíma ;) ef þetta skyldi kallast frítimi.

Er frekar fúl yfir því hvað ég nota tíman minn illa :( - uss svo heldur maður stundum að maður mundi gera mikið meira ef maður ætti bíl, fara meira og annað. Bílinn er hér fyrir utan og hef ekki hreyft hann síðan á fimmtudag - well ok fór út í búð í gærkveldi.

Er farin að hlakka til að fara í íbúðina mína aftur!

###

Held að Barcelona borg sé að verða ein af mínum uppáhalds, well það eru þá nokkrar margar sem eru mínar uppáhalds s.s. London, Barcelona, Prag, Sidney, Queenstown.

föstudagur, september 22, 2006

Systurdóttirin

Fékk að passa systurdótturina smá í dag.

Var með Safír (hundinn) líka, við vorum úti við og þegar ég sagði hundinum að setjast þá settist Embla líka. Ekkert smá krúttlegt og fyndið.



Flott hús í Barcelóna

Stúlkan komin með vinnu!

fimmtudagur, september 21, 2006

Barcelona

Ferðin sem engin okkar hélt að yrði farin var farin!

*typpakarl
*"morðrannsókn"
*skemmtigarður
*vatnsrennibrautir
*veikindi
*Gaig
*svikarar
*heitt og gott

Þetta var fátt eitt sem við upplifðum í Barcelóna og var maður farin að bíða spenntur eftir hvað kæmi næst :)

*typpakarlinn var spes svo ekki sé meira sagt.
Þegar við vorum að ganga frá veitingastaðnum á föstudagskvöldið þá mættum við typpakarlinum. Hann var klæddur í stuttermaskyrtu og stuttbuxum nema það "skemmtilega" við stuttbuxurnar eru að þær voru hnepptar og rennilásinn frá og engar nærbuxur. Þannig að sást í sprellann á honum, var reyndar kannski frekar erfitt að greina hann þar sem hann var svo lítil. Tók því varla fyrir karlinn að hafa opið. Nema hvað ég og Guðmunda sáum líka typpakarlinn daginn eftir og í björtu og nákvæmlega eins klæddan og eftir að við vorum búnar að ganga framhjá honum þá sneri hann við.

*"morðrannsókn"
Þarna reyndar vitum við ekki með vissu hvað gerðist heldur hljóp ímyndunaraflið alveg með okkur. Aldís og Sólrún voru ekki á sömu hæð og við á hótelinu og þegar þær komu niður eitt kvöldið þá sögðu þær okkur frá því í herberginu ská á móti þeim væri lögreglan og væri að taka sennilegast sönnunargögn í poka. Rúmfötin voru tekin og sett í svona glæran poka með rennilás, flöskur og annað sett í poka líka og svo voru þeir með eitthvað duft. Við vorum að reyna að gera okkur í hugarlund hvað hafði gerst þarna.

*skemmti og vatnsrennibrautagarður.
við breytumst í litla krakka á sunnudeginum enda þær sem eiga börn barnlausar. Fórum í Port Aventura og skemmtum okkur líka svona vel. Fórum fyrst í vatnsgarðinn þar sem við prófuðum allar vatnsrennibrautirnar, ein brautin var reyndar þvílík ógeðsleg að við lögðum ekki í hana aftur enda var líka spurning hvort við myndum lifa hana af þegar í við vorum í henni.
Stelpurnar töpuðu sér síðan í rússibönunum meðan gamla konan ég sat og horfði á. Legg ekki í að fara í rússibana þar sem ég hef á undanförnum árum bara liðið illa og ælt eftir á og langaði ekkert til þess að líða þannig. Við vorum reyndar það vitlausar líka að geyma vatnsbrautirnar þangað til seinast í stað þess að fara strax í þær og þorna yfir daginn. Þess í stað vorum við blautar og kaldar í rútunni á leiðinni tilbaka til Barcelona.

*veikindi - ein úr hópnum varð veik, ekki mikið meira um það að segja en einn dagur eyðilagðist hjá henni og hafði náttúrulega áhrif á ferðina. Gleymdist að setja það í reglurnar hjá okkur áður en við færum út en það verður gert áður en við förum næst :)

*svikarar - ég og Guðmunda urðum vitni að svikum. Sáum nokkra karla saman sem voru veðja á hvort þeir gætu fundið "kúluna" (erfitt að útskýra þetta), vorum handvissar á að þarna væri um annaðhvort vasaþjófa að ræða eða einhverskonar svikara og settumst því niður til þess að fylgjast með þeim. Þetta hugboð reyndist alveg rétt hjá okkur og mikið rosalega voru þeir fljótir að láta sig hverfa. Það skal tekið fram að við urðum ekki fyrir barðinu á þeim.

*Gaig - er rosa fínn veitingastaður í Barcelona. Upphaflega áttum við pantað borð þar á laugardagskvöldinu en vegna veikinda ákváðum við að fresta því fram á síðasta kvöldið okkar. Þegar við gengum þarna inn þá leið mér smá eins og ég væri í dress up leik og hefði fengið föt móður minnar lánuð og væri að leika fullorðna manneskju. Átti ekki heima þarna.... en þjónarnir létu mann aldrei finna fyrir neinu. Fengum hvern svona apetizer á eftir öðrum, forrétt og aðalrétt. Sumir pöntuðu sér hrátt nautakjöt! Þvílíkt flottur matur og flott þjónusta, það kom sér vínþjónn, sér sem tók niður pantanir og ef maður kláraði ekki af diskinum kom maður sem spurði hvort ekki væri allt í lagi með matinn. Það sem toppaði síðan kvöldið var að kokkurinn kom og tók hring í salnum og gekk á öll borðin. Við vorum nefnilega mikið búin að spá í hvort það væri sami kokkur sem væri að elda og sá sem við sáum á heimasíðunni :) Eitt það besta var líka að þrátt fyrir að verið væri að reykja á borðinu við hliðina á okkar þá fundum við aldrei neitt fyrir því.

Já ferðin heppnaðist þvílíkt vel en Ásdísar og Bellu var sárt saknað!

fimmtudagur, september 14, 2006

Brjóstahaldarar

Hvenær ætli brjóstahaldarar með spöng/vírum verði talin ógn við flugöryggi? Það kemur kannski að því að maður verði beðin um að fara út brjóstahaldaranum!

Ég meina getur maður ekki notað það sem vopn, rétt eins og naglaklippur, naglaþjöl, prjóna og heklunálir?

###

Þykir smá miður að missa af heimkomu Magna til Íslands, verður ábyggilega eitthvað fjölmiðlafár yfir því.
Sendi annars pabba sms í nótt því ég var sannfærð um að Dilana ynni þetta og vildi hafa það skjalfest hinsvegar sendi pabbi sms á móti og sagði að Lukas ynni. Hann hringdi svo í mig til þess að monta sig ;)

###

Til hamingju Ellen, Atli, Embla María og ófæddur - ég er rosa spennt!

miðvikudagur, september 13, 2006

Flashback

Horfði á Krókaleiðir í Kína á skjá einum. Fékk algert Flashback og var nánast allan tíman, þarna var ég, þarna var ég.

Var ekkert smá gaman að sjá sömu slóðir og ég var á :) - Já Ellen mín þú verður bara að segja við Atla að hann verði að þola okkur svona ;)

Reyndi að pína elsta litla bróðir á að horfa með en tókst ekki alveg. Næst yngsti litli bróðir horfði hinsvegar með og var alltaf að spurja gerðir þú svona eða borðaðir þú svona..... :)

Allavega gaman að þessu.

###

Barcelona á morgun, raunveruleikinn að kikka inn og er að gera mér grein fyrir að ég er að fara á morgun. Jeiiii

###

Umsókn skilað inn í dag!

þriðjudagur, september 12, 2006

2 dagar

Einungis tveir dagar í Barcelona :) - finnst það eitthvað mjög svo óraunverulegt. Var sagt við mig í gær góða ferð ef ég skyldi ekki sjá viðkomandi áður en ég færi. Fattaði ekki strax hvað hann átti við.

###

Sú sjöunda og jafnframt sú síðasta er 30 í dag - þannig að við náum allar að verða orðnar þrítugar áður en við förum út.
Til hamingju með afmælið Sólrún mín :)

Pétur Ágúst bróðir átti líka afmæli í gær og Pétur frændi einnig. Til hamingju með afmælin strákar mínir.

###

Hef annars voða lítið að segja.........

fimmtudagur, september 07, 2006

Tapað

Ég tapaði í gær fyrir kókinu :( - ekki voða sátt.

Kenni hausverknum um þetta allt saman að ég var svona veik fyrir. Var ekki kókhausverkur einungis. Að minnsta kosti held ég ekki.

mánudagur, september 04, 2006

10

Aðeins 10 dagar í Barcelona!

###

Bauð bróður mínum í bíó í gær, mig langaði nefnilega að sjá Libertine með Johnny Depp. Á fyrstu mínutunni kom hjá mér "shit ég hef farið með bróður minn á klámmynd" sem í raun reyndist nokkuð rétt. Var minnsta kosti mikið um kynlíf og talað um kynlíf í myndinni enda dó skáldið úr sárasótt.

Myndin var spes en bróðir minn bíður þess ekki bætur að systir hans hafi farið með hann á klámmynd!

föstudagur, september 01, 2006

Draumur

Lítur út fyrir að leigjandinn minn sé bara algjör draumur í dós.

Svona fyrir utan það að hafa borgað tvöfalda leiguna núna - reyndar fyrir mistök sem ég lét hana svo vita um til þess að hún gæti leiðrétt. Þá ákvað hún upp á sitt einsdæmi að hækka leiguna :) hún er nefnilega með svo mikið samviskubit yfir því að vera í íbúðinni minni þar sem ég er komin heim þrátt fyrir að það var ég sem bauð henni þetta.