Myndir
Nýjar myndir hér, fékk þær frá krökkunum í vinnunni en sýnir reyndar ekki mikið frá adrenalíngarðinum.
enjoy
mánudagur, október 31, 2005
Hahaha
Frammi er strákur að vinna sem ég var einu sinni svo skotin í - fyrir ykkur stelpur þá kannist þið ábyggilega við húsið hans. Var svoldið farið oft framhjá því í denn....
hahahahha
er reyndar búin að sjá þennan strák annað slagði í gegnum tíðina - finnst það alltaf eitthvað hálfasnalegt. Ekki skánar það að hann er hérna núna að vinna í einhverju.
skot
Hrekkjavaka
Í dag er víst hrekkjavaka og eru sumir starfsmenn klæddir í búning, ekki þó þeir íslensku. Kanadísku meyjarnar eru klæddar og mætti mér draugur þegar ég kom í morgun. Frekar fyndið.
Þegar ég var spurð hvar minn búningur væri - þá kom svarið að ég héldi ekki upp á þetta.
Af hverju ætti ég að gera það - ekki held ég upp á þakkagjörðarhátíðina eða valentínusardaginn?
En gaman að krökkunum í vinnunni :)
búúhhúuuuuuu
sunnudagur, október 30, 2005
Matur
Já það er mikið lagt á sig fyrir mat.
Fékk lánaðan bíl til þess að keyra í rúmlega eina og hálfa klukkustund til þess að fá kvöldmat og svo aftur tilbaka. Haldið þið að það sé!
Ástæðan var reyndar sú að mamma átti afmæli í gær og var í sumarbústað og ég kíkti til hennar í ískaldan bústaðinn til þess að borða. Mikið rosalega var kalt.
Sat með húfu við matarborðið og eftir mat pakkaði ég mér inn í teppi og sæng og var ekki hlýtt. Maturinn var nú samt fínn.
Svo í stað þess að skila bílnum í dag þá fékk ég hund í staðinn til þess að passa. Sit því uppi með bíl og hund.
voff voff
föstudagur, október 28, 2005
Ákvörðun
Jæja - er eiginlega búin að taka ákvörðun og var eiginlega löngu búin að því. Skynsemin var bara að segja mér að bíða með og sjá til hvort ég gæti þetta. Ég læt hinsvegar skynsemina eiga sig og bara geri. Það þarf eiginlega eitthvað stórvægilegt að koma upp á til þess að ég geri þetta ekki.
Þegar nýja árið gengur í garð þá verð ég orðin atvinnulaus þar sem ég er búin að segja upp vinnunni.
Plannið hjá mér er að fara að ferðast í nokkra mánuði.
Langþráður draumur að rætast og allt foreldrum mínum að þakka :) sem ólm vilja losna við mig úr landi hahaha :) - þúsund þakkir til ykkar.
Þannig að nú fer ég að leggjast yfir ferðabækur og gera plannið mitt aðeins meira og bóka flug. Eins og staðan er í dag þá hugsanlega fer ég til Kína, Ástralíu, Nýja Sjálands og svo vantar mig eina heimsálfu í viðbót - valið er milli þess að fara til New York eða Evrópu. Ef ferðafélagi skyldi finnast til þess að hitta mig í New York er ég alveg til í að fara þangað. Ef ekki þá fer ég til Evrópu að flakka sennilegast milli vina.
Ú - meðan ég er að skrifa þetta þá finn ég svona spenningarhnút myndast í maganum. En margt sem ég þarf að gera fyrir útrásina eins og finna leigjendur fyrir íbúðina mína - ef einhver veit um góðar leigjendur handa mér þá endilega benda mér á þá en íbúðin mun leigjast út með húsgögnum.
Vona að ég sé ekki að jinxa ferðinni minni með því að blaðra um hana...
bon voyage
p.s. ég á 15 ára fermingarafmæli í dag!
fimmtudagur, október 27, 2005
Ósátt
Ég er gífurlega ósátt - búin að vera síðan í gær og virðist ekkert vera losna við það. Var sagt ýmislegt við mig í gær sem mér finnst ég eiga engan vegin skilið og er gífurlega ósátt við það.
Að öðru - hef aldrei verið veik frá vinnu síðan ég byrjaði hérna - bráðum 3 ár. Hef jú mætt með kvef og slöpp en ekki verið frá vinnu. Spurning á maður að fá eitthvað þakklæti fyrir það frá vinnuveitendum/yfirmönnum fyrir það?
Getur náttúrulega ekki álasað starfsmönnum sem verða veikir - sjaldnast vill einhver verða veikur. En svo er til fólk líka sem nýtir sér þessa veikindadaga til þess eins að fá frí.
En ætti maður að fá eitthvað þakklæti fyrir það að verða aldrei veikur?
hvað finnst þér
miðvikudagur, október 26, 2005
Hvað
Hvað er það að verða svo reiður að maður gæti fariða ð grenja?
Það hlýtur að vera eitthvað kellingar thing......
eða hvað
þriðjudagur, október 25, 2005
Kjúklingur
Ég get verið algjör kjúklingur - eða kannski er það bara vanhæfni í samskiptum um að kenna og geta ekki gert "small talk".
Fór um helgina í skírn - þar voru 2 sem voru með mér í skóla í einum af þessum 5 grunnskólum sem ég var í.
Strákurinn jafngamall og ég og systir hans 2 árum eldri. Þar sem þetta var svo lítil skóli þá var honum skipt í eldri og yngri deild. Ég var með þeim báðum í eldri deildinni.
En hvað - ég þorði ekki að tala við þau. Hugsaði um það en gat ekki komið mér þangað og byrjað á einhverju tali. Veit að stelpan veit hver ég er því við hittumst í jarðaför fyrir 2 árum síðan og þá talaði ég smá við hana. Mamma samt meira. Veit ekki hvort strákurinn hafi fattað hver ég var - tók mig smá tíma að fatta hver hann var. Hefði sjálfsagt ekki fattað hver hann væri nema af því ég rakst á barnalandssíðu tvíburasystur hans fyrir ekki svo löngu síðan og sá mynd af honum.
Ég er kjúklingur - finnst þetta óþægilegt að starta samtölum - hvað á ég að segja fyrir utan þetta hefðbundna - já hvað ert þú að gera og hvað er að frétta. Hvað ef þau muna ekki eftir mér - og ef þau muna of mikið eftir mér!
Bleh - best að bora sig niður í veitingarnar og hrekkja bræðurna.
Í tilefni af gömlum bekkjarsystkinum þá hitti ég eina í dag þegar ég fór að borða í hádeginu - heldur ekki þægilegt. Talaði þó small talk við hana - vorum líka óþægilega nálægt hvor annarri.
Af öðru þá er október greinilega enn að gera mér erfitt fyrir. Foreldranir eiga báðir afmæli í október - þegar ég var yngri gat ég aldrei munað afmælisdaginn þeirra og vildi ég kenna því um að þau ættu afmæli eftir september. Er farin að muna núna afmælisdagana en það sem gerir mér erfitt núna er að ég get ekki munað brúðkaupsdag vinkonu minnar - kannski vegna þess að ég var ekki viðstödd, veit ekki. En oktober er erfitt að muna.
Til hamingju með daginn Guðmunda og Stebbi :)
oktober að ljúka...
Mistök
Darn, var að hringja fyrir vinnu nr. 1 en kynnti mig eins og ég væri í vinnu nr. 2 - ansan - neyðarlegt.
Vinnufélagunum fannst þetta svo fyndið að hún þurfti að hlaupa fram til þess að hlægja að mér.....
bleh
mánudagur, október 24, 2005
Helgin
Hin fínasta helgi er liðin og komin stuttur mánudagur :) jeii
En helgin byrjaði á starfsmannaferð - fórum í adrenalingarðinn og mikið rosalega var kalt. Fórum á klifurvegginn, staurinn og róluna. Hópurinn minn byrjaði á staurnum og ég svellköld byrjaði að klífa staurinn.... mikið var hann eitthvað lengri svona þegar verið var að klífa hann heldur en að líta svona á hann frá jörðu niðri.
Allir hinir virtust fara létt með að klífa hann en ég var við það að gefast upp á hálfri leið - og öskraði niður hvort væri mikið eftir. Fór upp og snerti toppinn - var ekki alveg að meika það að reyna standa á staurnum. Nógu erfitt var að fara hann upp.
Átti í erfiðleikum síðan með að sleppa - vildi bara klífa niður aftur en var bannað það. Stúlkan skildi sleppa. Fyrst fóru fæturnir og svo sleppti með trega höndunum frá staurnum. Sveif í lausu lofti.
Ekki svo slæmt.
Næst var farið í róluna - ein stelpa byrjaði og ég fór næst. Nokkuð kokhraust og fannst þetta ekki mikið mál.
Hljóðið breyttist snarlega þegar upp í 10 m hæð var komið og ég áttaði mig á því að það var ég sem stjórnaði því að sleppa rólunni lausri.
Shit - ég vildi hætta við.
Fólk var farið að hópast niðri og líka úr hinum hópnum og öskra á mig að fara - ég gæti þetta alveg.
Eftir smá tíma sá ég að þetta gekk ekki lengur - gæti ekki hangið þarna endalaust, einhvern veginn þyrfti ég að komast niður.
Kippti í spottann - ekkert gerðist, shit prófaði aftur.
Niður þaut rólan og maginn með - helviti var þetta vont - upp og aftur niður.
Vil bara fara upp en ekki niður - þurfti að loka augunum mjög fast og hafa mig alla við að anda því fjandans maginn var ekkert á réttum stað. Þvílíkt átak.
Þegar ég var loks komin á góða og þægilega ferð þá var þetta stoppað.
Mér tókst þetta!
Fegin að ég fór því annars hefði ég sé eftir því - jafnvel þótt rólan hafi verið djöfuleg...
Var orðið alltof kalt til þess að fara klifurvegginn - þannig að ég lét það eiga sig. Langar samt enn að prófa hitt sem var þarna -
Eftir garðinn var farið út að borða - um klst seinkun á Einar Ben - ljúfur matur og góður. Vorum að borða eftirréttinn korter í tólf....
Kínverjar eru að hugsa um að loka landinu vegna fuglaflensunar - ekki góðar fréttir fyrir mig....
adrenalín...
fimmtudagur, október 20, 2005
Fimmtudagur til fjárs..
jæja - vikan er að skána. Gerðist ekkert hræðilegt í dag enn sem ég veit um.
#Fékk miða á Sigur Rós :) - jeii reyndar ekki í stúku en verð á tónleikunum.
#Hitti Skottu í hádegismat í dag - sem var mjög gott.
#Fór til mömmu að þvo þvottinn minn
Semsagt bara fínasti dagur!
bráðum helgarfrí
miðvikudagur, október 19, 2005
Miðvikudagur til.....
Man ekki til hvers miðvikudagur er - til miðjar.... nah er ekki að passa.
Allavega þessi vika er ekki að gera sig - í dag fékk ég frí í vinnu nr. 1 til þess að mæta á vinnufund/námsstofu eða hvað sem það kallast í
vinnu nr. 2 .
Ég mæti á staðinn mjög tímalega, finn einhvern sem vísar mér á herbergið þar sem þessi fundur er.
Sest niður og bíð.
Klukkan tíu mínutur yfir eitt - átti að byrja eitt.
Undarlegt að allir séu seinir.
Hringi í yfirmann minn....
Hún veit ekki neitt - en hringir einhvert en nær ekki í neinn.
Finn kokkinn á staðnum - hann veit ekki annað en þetta á að vera enda búin að setja veitingar inn - hann hringir líka en nær ekki í neinn.
Undarlegt að allt þetta fólk með gemsa en enginn svarar.
Kokkurinn finnur einhvern mann sem segist að þetta eigi að vera og hringir eitthvert og heldur svarar enginn.
Hringi aftur í yfirmanninn....
Hún hringir aftur og enginn svara - hringir svo í mig og skilur ekki neitt í neinu.
Sendir mig heim og segir mér að gera eitthvað skemmtilegt.
Ég fer heim en "ákvað" í leiðinni að fara strætórúnt - fer að rúnta um Breiðholtið.
Veit það núna að ég á ekki að taka leið nr 12 - sérstaklega ekki ef ég er að flýta mér.
Áhugaverður dagur - var ekki yfir mig spennt eftir þetta. Þarf að reschedula og er enn síður spennt að gera það.
Biðja aftur um frí í vinnu nr. 1.
Hvað er að gerast með mig og þessa viku.
Hlýtur að batna.
Á morgun er fimmtudagur til fjárs - vonandi í þeirri merkingu að komi til mín en fari ekki frá mér.
Get ekkert farið í fjárútlát.
Langar heldur ekkert sérstaklega í frægð - en kannski til frægðar í vinnunni þar sem það er vinnupartý á föstudaginn til frægðar.
Lukkan má síðan snúa sér aðmér á laugardaginn og ekki verra að hafa sælu á sunnudaginn....
lifið heil!
þriðjudagur, október 18, 2005
Þriðjudagur til þrautar
Ég ætla svo sannarlega að vona að það sem af er morguns sé ekki sýnishorn fyrir það sem koma skal. Dagurinn mun þá sannarlega stand undir nafni - þriðjudagur til þrautar.
Ég vaknaði í morgun á undan vekjaraklukkunni sem er fínt - fór niður í rækt fyrir vinnu. Fór á hlaupabrettið og heyrnatólin virkuðu ekki svo ég var án tónlistar. Fór á hjólið - heyrnartólin virkuðu - fínt.
Var búin og fór niður i búningsherbergi - komast að því að ég hafði ábyggilega gleymt um helmingnum af fötunum heima. Þannig að ég þurfti að fara heim, en svona áður þá rak ég hausinn harkalega í skápahurðina fyrir ofan mig sem einhver hálv... hafði skilið eftir opna. Þannig að mér er illt í hnakkanum og komin með kúlu.
Til þess að toppa ástandið þá sá ég farþega í Íslandspóstbíl henda skyrdollu út um gluggann á bílnum - varð svo reið að ég hugsaði um að skrifa Íslandspósti bréf til þess að athuga hvort þetta væri stefnan hjá þeim þar sem ég gat ekki grýtt skyrdollunni baka í þann sem henti henni út.
bleh
mánudagur, október 17, 2005
Gamall
Er maður orðin gamall þegar vinkonur manns eru farnar að tala um hvernig tengdamæður þær verða?
Bara fyndið!
hahaha
laugardagur, október 15, 2005
Plön
Svona miða við það að mér finnst ég ekki vera gera svona mikið dagsdaglega þá eru bara mikil plön hjá mér á næstunni.
#Fyrst ber að nefna árshátið okkar stelpnanna laugardagskvöldið
#pabbi afmæli á sunnudaginn - býst við að maður kíki á kallinn
#Það er hádegsiverðarstefnumót í næstu viku - dagsetning óákveðin
# Fara með fyrrverandi og núverandi vinnufélögum að hitta vinnufélaga í barneignarfríi og skoða hnátuna hennar - dagsetning óákveðin
#vinnupartý á föstudaginn
#vinna 2 kvöld - eins og vanalega
#svo sennilegast að flísaleggja eitt stykki baðherbergi - eða aðstoða við það nú eða þvælast fyrir. Allt hvernig litið er á það
#skírn svo næstu helgi
Var alveg ótrúlega ánægð á miðvikudaginn því hann Ísak Esteban litli sagði nafnið mitt - var þvílíkt upp með mér. Foreldranir sögðu mér að hann hefði talað mikið um mig síðan í afmælinu sínu og þótti mér það bara alls ekki slæmt.
Þá er bara fara kenna Emblu Maríu nafnið líka og stefna á að það verði bara fyrsta orðið hennar :) - en ætli ég þurfi þá ekki að hitta barnið mun oftar en ég geri núna.
sofið rótt
föstudagur, október 14, 2005
miðvikudagur, október 12, 2005
Áhugavert
Ég get nú ekki annað sagt en það hafi verið áhugavert að koma heim til mín svona rétt í þessu.
Smiðurinn augljóslega orðið sér út um lykil hjá mér - því baðkarið var ekki lengur úti á tröppum heldur er það komið á svefnherbergisgólfið hjá mér. Ekki mátti við því að bæta við drasli hjá mér en er kannski ekki það mikil munur hahaha. Hef þó afsökun núna fyrir að geta ekki þrifið því ég einfaldlega kemst ekki að.
hvað gerist næst...
Klipping
Fór í klippingu um daginn - sem er svo sem ekkert merkilegt í sjálfu sér nema ég er eitthvað ógeðslega pirruð á hárinu á mér.
Lítur þar af leiðandi út fyrir að ég sé á leiðinni bara í stutta hárið - var nefnilega klippt þannig og ég er á leið í stutt aftur.
Er kannski bara fínt fyrir utan óheyrilegar margar ferðir þá á hárgreiðslustofur til þess að fara í klippingu.
jæja stutt var það heillin.....
stutt
þriðjudagur, október 11, 2005
Kastljósið
Ég held bara ég sé ekki að fíla þetta nýja kastljós. Finnst það orðið of líkt eins og það er á stöð 2. Hvað er líka málið að hafa auglýsingar þarna á milli.
engin nýjungargirni
Bílpróf
Jæja - litli elsti bróðir minn kominn með bílpróf - til hamingju Adam. Spurning hvort hefjist nú rifrildi um bílinn hennar mömmu....... eða hvort tími minn um að passa bílinn sé á enda.
Hann fékk líka lyklana heima áðan þannig að það þýðir að eitthvað er að fara að gerast í baðherberginu.... jíbbíi..... og svo verður sennilegast hægt að flísaleggja bráðum. Þá er hægt að setja upp fínu snagana sem ég keypti í Danmörku og hægt að fá heimilið í lag.
bleh
mánudagur, október 10, 2005
Darn
Það er leiðinlegt í ræktinni þegar maður gleymir heyrnartólunum til þess að hlusta á tónlist meðan verið er á hlaupabrettinu. Munar ekkert smá miklu á hversu auðvelt það er eða ekki.
Fór reyndar síðan á hjól og gat gleymt mér við að lesa ferðablað Mannlífs.
Það er líka leiðinlegt að gleyma nærjum.
gleymna Linda
laugardagur, október 08, 2005
Matur
Hitti góðar stelpur í hádegismat í vikunni - umræðurnar fóru á þann veg að við fórum að tala um mat og hvað hafi fundist í honum. Einn fann hluta úr rottu - frekar ógeðslegt.
Önnur sagði okkur frá því að í Þýskalandi hafi heilbrigðisteftirlitið kíkt á alla kebab staðina í Þýskalandi og skoðað í sósurnar (sem ég veit ekki hvað heitir) og vitið þið hvað fannst í sósunni á einum staðnum?
Sæði takk fyrir - mér fannst þetta frekar fyndið og hló og hló. Fegin að hafa aldrei borðað kebab í Þýskalandi.
En hvað er fólk þá að gera í vinnunni sinni.........
mér er spurn
föstudagur, október 07, 2005
Þreytt og pirruð
Er enn þreytt og fór ekki í ræktina útaf þreytu :( - er pirruð yfir því að vera svona þreytt því mig langar til þess að gera svo margt.
Ég er líka að eipa yfir því að enn er ekkert búið að gerast í baðherbergismálum - er virkilega orðin pirruð á því. Veit einhver um smið sem getur hrist þetta fram úr erminni á sér. Mig er farið að langa til þess að allt komist í eðlilegt horf hérna - komnir 8 mánuðir síðan ég flutti inn.
Verð þá bara sofa vel í nótt og vera þess duglegri á morgun og koma hlutum í verk.
mjálm
Þreytt
Er eitthvað óvenjulega þreytt og orkulaus núna....... samt slapp ég klst fyrr úr vinnunni í gærkveldi þar sem úrtakið kláraðist.
Finnst frekar leiðinlegt að engin skrif er á síðu systurdóttur minnar né systur. Tölvuleysi er að bögga hana og mig.
Er frekar svekkt - við reyndum að vinna hádegishlaðborð Rásar 2 í dag - gekk ekki :( spurning um að við á skrifstofunni fari að bögga allar útvarpstöðvar í von um vinning.
Langar mest heim undir sæng og sofa núna.
zzzzz
þriðjudagur, október 04, 2005
Von
Vonin var við það að slökkna þegar hún reis aftur upp og lýsir bjart um þessar mundir.
Ég er nokkuð kát með það.
Endanlega ákvörðun tekin um mánaðarmótin.
Meira um það síðar.....
Ég vona það besta en bý mig undir það versta!
:)
mánudagur, október 03, 2005
Lost children
Fór að sjá myndina Lost children á kvikmyndahátiðinni í dag. En í myndinni er tekin fyrir 4 börn sem voru rænd af uppreinsarmönnum og notuð sem hermenn. Þeim tókst hinsvegar að flýja. Það er eiginlega ólýsanlegt að lýsa fyrir hvað kom fyrir sjónum manns í myndinni. Eiginlega er þetta mynd þar sem þið verðið að fara á til þess að sjá þetta sjálf.
Annar af leikstjórunum svaraði spurningum eftir myndina - fannst það næstum einna áhrifaríkast. Þegar hann var spurður eins og um öryggi hans á svæðinu þá hafi það aldrei hugsað út í það heldur hafi hann alltaf haft flugmiða heim - flug frá staðnum en þau ekki.
Sum hafa aldrei upplifað friðartímabil - einn af félagsráðgjöfunum sem var 23 ára stúlka hefur aldrei upplifað frið í landinu. Hún sagði frá því sem hún leit á sem frið.
Fyrir ykkur sem vilja vita meira er heimasíðan www.lost-children.de
Einnig sagði leikstjórinn frá því að þeir hafi ekki viljað mála börnin sem fórnarlömb - heldur hetjur og sagði okkur að aðeins 20% þeirra barna sem flýja ná að komast í búðir eins og sýnt var frá í myndinni. Hin 80% eru annað hvort skotin af hermönnum, uppreisnarmönnum eða náð aftur af uppreisnarmönnum og refsað.
Það eru margar fleiri staðreyndir sem ég gæti talið upp úr myndinni en held sé best ef þið reynduð að sjá myndina.
sunnudagur, október 02, 2005
Barnaafmæli
Fór í barnaafmæli í gær - það var sérstakt fyrir mig að þeim sökum að ég var sú eina sem ekki kom með barn með mér. En kom ekki að sök - ánægð að ég er vinur afmælisbarnsins þannig að mér sé boðið ;)
Varð reyndar þaulsetin afmælisgestur og fór ekki fyrr en um ellefu og afmælisbarnið löngu farið að sofa. Spurning hvort þau bjóði mér aftur að ári......hmmm..... fyrst þau losna ekkert við mig.
Jæja ekki ráð nema í tíma sé tekið en ég er farin að kaupa jólagjafirnar.
bleh