Undarlegt símtal
Fékk undarlegt símtal í gær frá xxx frá Rauða krossinum og manneskjan byrjaði á að þakka mér fyrir seinast og fyrir viðtalið fyrir Hjálpina.
Þar sem ég kannaðist ekkert við nafnið var ég svoldið hlessa þegar hún þakkaði mér fyrir síðast en benti henni síðan á að hún væri sennilegast að tala við ranga manneskju þar sem ég hef nú aldrei farið í viðtal fyrir Hjálpina eða eitthvað annað.
Þá bjóst ég nú við að manneskjan mundi nú verða smá vandræðalega afsaka sig og kveðja. En nei nei það var nú aldeilis ekki. Þá fletti hún einhverjum blöðum að ég held og sagði að það gæti verið Inga Birna og ég sagði það má vera held að það sé ein Inga Birna hjá Rauða krossinum. Því næst spurði þessi kona mig hvort ég ætlaði að taka þátt í gengið til góðs, ég var ekki alveg viss og bar fyrir mig ritgerðina!
Hún lét þó það ekki slá sig útaf laginu og sagði síðan að þau þyrftu mynd af einhverri persónu framan á Hjálp sem mundi taka þátt í söfnuninni og spurði hvort ég vildi gera það. Hélt nú ekki... er ekki ljósmyndavæn og hvað þá til þess að vera á forsíðu. Fannst reyndar ennþá skrýtnara að hún skyldi spurja mig þar sem hún hafði ekki hugmynd um hver ég væri.
Að öðrum málum þá eyddi ég helling af pening á kreditkorið hennar mömmu í gær - er svo dugleg :) en reyndar varð þetta allt fyrir hana gert. Var að kaupa flugfar til Barcelona fyrir hana. Það sem ég geri ekki fyrir lán á bíl. Já greinilegt að ég býst bara við bílnum þegar hún fer ;-)
Að enn öðrum málum þá er nýtt verkefni byrjað í vinnu nr. 2 - og var á um 2 klst fundi/kynningu á því í gær. Svo nú er ég margs fróðari um ADSL - fyrst þegar ég las yfir þetta gat þetta allt eins verið kínverska fyrir mér en vonandi get ég staulast fram úr þessu.
bla bla bla
þriðjudagur, september 21, 2004
Birt af Linda Björk kl. 13:17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli