Komin heim
Jamm er víst komin heim, var sótt af nöfnu minni í dag og tók af henni bílinn í leiðinni. Þokkalegt það. Reyndar er hún og pabbi að fara vestur í Dali í réttir þannig að hún notar ekki bílinn á meðan.
Allavega það var rosalega gott að komast út í "sveit" og skipta um umhverfi í smá tíma, alveg hreint rosalega gott og eina tilhlökkunin við að koma heim var sú að fara á netið og skoða bloggin. How sick is that?
Afrekaði ekki eins mikið og ég ætlað mér þessa viku :( en oh well verð að lifa með það. Það verður bara spýtt í lófana og haldið áfram. Varð líka að fá smá feedback á það sem ég var að gera til þess að geta haldið áfram.
Fékk góða gesti í heimsókn þessa viku, fékk Kolumbíufara með nýja fjölskyldumeðliminn þannig að núna er ég loksins búin að hitta hann Ísak Esteban :-) þrælmyndarlegur strákur. Fékk síðan matargesti í gær sem komu með matinn með sér og elduðu. Ekki slæmt það.
Talandi um mat þá kom ég með alveg helling með tilbaka aftur, tókst ekki alveg að klára enda líka gerðist ég löt við að borða. Þetta byrjaði allt saman vel enda kom Sigga með mér og var hjá mér um helgina (hún líka að læra). Þannig að við vorum duglegar við að elda og fá okkur að borða. Hún fór síðan á sunnudagskvöldinu og ég varð áfram dugleg á mánudag og smá á þriðjudag en svo hætti ég að nenna að elda eða finna mér eitthvað að borða. Greinilega skiptir ekki máli þótt þú eigir helling af mat í ísskápnum :-) því yfirleitt hef ég það mér til afsökunar hér heima að það er yfirleitt alltaf tómur ísskápur.
Linda sem á vikufrí eftir
föstudagur, september 17, 2004
Birt af Linda Björk kl. 16:18
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli