Breytingar
Sumar breytingar eru bara hreint ekki til góðs. Ég er engan veginn að fíla nýtt útlit á mbl.is, finnst það alveg kolómuglegt.
Á hringferðinni þá stóðst ég ekki mátið en að keyra aðeins í gegn á Bakkafirði og Vopnafirði. Það hafa orðið þó nokkrar breytingar á Bakkafirði síðan ég var þar, búið að bæta við fullt af húsum og meira segja komin ein ef ekki tvær götur í viðbót. Ábyggilega einn af fáum stöðum úti á landi sem hefur stækkað. Spurning hversu mörg ár líða þangað til maður sér húsin tóm eins og á svo mörgum öðrum stöðum. Er eitt hús á staðnum sem mér þykir eiginlega mjög vænt um en það er gamla kaupfélagshúsið. Helmingurinn þar sem Marinó gamli bjó lítur svo mikið betur út heldur en annar helmingurinn af húsinu og það er einungis sá helmingur sem manni þykir vænt um. Allir krakkarnir í þorpinu þyrptust líka til hans til þess að fá harðfisk bita, heimsækja gamla manninn og sumir til þess að fá píanókennslu. Var mikill missir þegar hann dó!
Fannst Vopnafjörður hinsvegar hafa breyst lítið, húsið sem ég bjó í þar lítur reyndar mun betur út, skólinn orðin skrautlegri og jú reyndar stækkað. Svo hefur ein matvörubúðin sem var þar lagt upp laupana og í sjoppuna er komin einhver gjafavörubúð.
En það var pínku skrýtið að keyra þarna í gegn en samt ekki. Allt eins og ég mundi eftir.
Kolumbíufarar bíða eftir að fá flug heim og ég eftir að þau komi heim. Myndirnar af litla kút eru frábærar og sér maður alveg prakkarasvip skína í gegn. Minnti mig stundum á púkasvipinn á Núma Steinn litla bróður þegar ég sá sumar myndirnar.
Stutt í sumarfríið mitt! Hlakka svo til!.
2, 5 dagur í vinnu eftir
miðvikudagur, september 01, 2004
Birt af Linda Björk kl. 10:03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli