BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, september 06, 2004

Fórnarkostnaður

Fréttirnar sem maður hefur heyrt undanfarið um í Ossetíu og gíslatökumálið er rosalegur.

Ég get svo sem skilið stefnu Rússa um að láta ekki undan þegar gíslataka er á annað borð. Get alveg ímyndað mér að hugsunarhátturinn sé þannig að ef við látum undan þessu þá kemur næsti og heimtar eitthvað annað því þeir sjá að hægt er að framkvæma þetta og því verður að setja hnefann í borðið og láta ekki undan neinu.
Fórnarkostnaðurinn var hinsvegar alltof hár í þessu tilfelli ekki það að færri mannslíf hefði verið ásættanlegri en spurningin um hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi. Hefði ekki verið hægt að reyna að semja til þess að bjarga mannslífum og börnum og so what ef þeir hefðu þá ekki staðið við það eða komið á eftir þeim eftir að búið væri að frelsa gíslana úr skólanum!

Mínar hugsanir og samúð fer til fólksins í Beslan!

0 Mjálm: