Föstudagsfiðringur!
Það er einhver rosalegur föstudagur í mér, finnst svo að sé föstudagur í dag. Hef þó ekki hugmynd af hverju. Kannski af því að ég fer ekki í vinnu nr. 2 í kvöld.
Annars ætla ég að óska honum Ísak Esteban til hamingju með 1 árs afmælið í dag! Búin að biðja foreldrana um að knúsa hann frá mér.
Það er ekki svo slæmt að mæta í jóga á morgnana og fara svo í vinnuna - fann það í gærmorgun því ég mætti bara nokkuð hress svona snemma morguns! Fór meira segja líka í jóga á þriðjudagskvöldinu eftir vinnu nr. 2 - finnst það bara nokkuð gott afrek hjá mér. Verð síðan að drífa mig í fyrramáli líka.
allir í jóga
fimmtudagur, september 30, 2004
þriðjudagur, september 28, 2004
Softy
Ég er að breytast í einhverja hágrenjandi kellingarvælu!
Get svo svarið það - var nefnilega að horfa á imbann í gær (surprise) og skipti aðeins yfir á ríkissjónvarpið í einu auglýsingarhléinu. Þar kom ég akkúrat í þáttinn Eðli mannsins og þar var einn maður og ein kona að lýsa atburðarrás sem átti sér stað 11. september 2001 í einum af turninum. Þar voru semsagt tveir menn sem báru konu niður í hjólastól frá 68. hæð. Á 18. hæð mættu þeir slökkviliðsmanni sem bauð þeim að skilja hana eftir og þeir mundu sjá um hana en þessir tveir gaurar sögðu nei og héldu áfram. Hún og þau komust út 2 mínútum áður en turnarnir hrundu. Munaði litlu að ég færi að hágrenja þarna, var komin með kökk í hálsinn og allt.
Dugleg
Var ferlega dugleg í gær en eldaði svo ég gæti tekið með mér nesti í vinnuna - skynsemdarmanneskjan ég fór síðan út að borða í hádeginu (auli) en á móti kemur að ég get þó borðað þetta í vinnu nr. 2
Ætlaði líka að vera svo dugleg að fara að taka járn svo ég get nú kannski farið að gefa blóð. Setti það í töskuna í gær svo ég myndi eftir því. Eftir hádegismat ætlaði ég að fá mér eina töflu en meðan ég var að berjast við að taka lokið af ákvað ég að kíkja á dagsetninguna best for. Stóð þá ekki best for 07 /2003. Tókst ekki betur en þetta að ætla að vera duglegur!
Linda ekki dugleg
mánudagur, september 27, 2004
Fyrsti vinnudagur
Jamm fyrsti vinnudagur eftir frí er komin og farin.
Var ekkert svo slæmt að mæta í vinnu eftir frí... fékk svoldið svona tilfinninguna eins og ég var að koma heim enda vel tekið á móti mér :-)
Eitthvað af nýju fólki eins og vanalega. Vantaði þó átakanlega fólkið mitt í móttökuna :( - Annars var ég að dúlla mér bara í dag og á rúntinum.
Fékk þær fréttir líka að golfinn hennar Steffiar væri dáinn!
Marlyn Manson kom líka rosalega vel út í myndinni Bowling for Columbine en þegar hann var spurður að því hvaða hann vildi segja við krakkana úr Columbine ef hann fengi tækifæri til þess þá sagði hann: "Ég mundi ekki segja orð heldur hlusta á það sem þau hafa að segja". Var mjög góður punktur hjá honum.
Jæja best að láta þetta gott heita í bili.
komin úr fríi
sunnudagur, september 26, 2004
Bowling for Columbine
Er að horfa aftur á snilldarmyndina Bowling for Columbine þar kemur þessi snilldarsetning frá einni í heimavarnarliði sem er með byssueign "ef einhver brýst inn í hvern hringja flestir fyrst í? Jú lögregluna því þeir hafa byssur!"
Jú akkúrat einmitt ástæðan - ekki af því að þeir hafa völd til þess að handtaka innbrjótsþjófinn! Af hverju viljum við á Íslandi þá hringja í lögguna ekki hafa þeir byssurnar...... hún vildi cutta út millilíðinn!
Kemur fullt af snilldarsetningum frá allskonar fólki í þessari mynd en hún er jafnframt mjög sorgleg.
halda áfram að horfa......
laugardagur, september 25, 2004
Stopp
Er svo eitthvað stopp og veit ekki hvernig ég á að halda áfram!
Arrggg og garrggg........
Er boðið í mat í kvöld... kannski næ ég þá að halda í geðheilsuna.... en vinnan byrjar síðan á mánudaginn!
Lok lok og læs og allt í stáli....
fimmtudagur, september 23, 2004
Hvað ef
Ég hef lengi og oft verið að pæla í því út frá því hvernig persóna ég er í dag hvernig ég hefði verið á hinum og þessum tímum.
Mig langar svoldið til þess að vita það hvort ég hefði til dæmis tekið þátteða staðið með í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum eða hvort ég hefði bara verið eitt af þessu hvíta fólki sem fannst þetta hræðilegt sem var að koma fyrir þjóðfélagið að þeir væru að heimta sinn rétt.
Einnig hvort ég hefði bara þegjandi og hljóðalaust látið kúga mig í karlaveldinu, hvort ég hefði bara sagt já og amen þegar mannsefnið væri fundið.
Í dag þá hef ég áhuga á mannréttindum, mér finnst alveg stórmerkilegt að hvíta fólkið hafi komið svona fram við svarta í Bandaríkjunum til dæmis. En þó læðist að mér grunur að ég hefði bara verið eins og allir hinir, hefði fylgt meirihlutanum. Ég sé ekki þessi uppreisnarmanneskja!
En þetta mun ég væntanlega aldrei komast að!
Linda uppreisnarmanneskja!
þriðjudagur, september 21, 2004
Undarlegt símtal
Fékk undarlegt símtal í gær frá xxx frá Rauða krossinum og manneskjan byrjaði á að þakka mér fyrir seinast og fyrir viðtalið fyrir Hjálpina.
Þar sem ég kannaðist ekkert við nafnið var ég svoldið hlessa þegar hún þakkaði mér fyrir síðast en benti henni síðan á að hún væri sennilegast að tala við ranga manneskju þar sem ég hef nú aldrei farið í viðtal fyrir Hjálpina eða eitthvað annað.
Þá bjóst ég nú við að manneskjan mundi nú verða smá vandræðalega afsaka sig og kveðja. En nei nei það var nú aldeilis ekki. Þá fletti hún einhverjum blöðum að ég held og sagði að það gæti verið Inga Birna og ég sagði það má vera held að það sé ein Inga Birna hjá Rauða krossinum. Því næst spurði þessi kona mig hvort ég ætlaði að taka þátt í gengið til góðs, ég var ekki alveg viss og bar fyrir mig ritgerðina!
Hún lét þó það ekki slá sig útaf laginu og sagði síðan að þau þyrftu mynd af einhverri persónu framan á Hjálp sem mundi taka þátt í söfnuninni og spurði hvort ég vildi gera það. Hélt nú ekki... er ekki ljósmyndavæn og hvað þá til þess að vera á forsíðu. Fannst reyndar ennþá skrýtnara að hún skyldi spurja mig þar sem hún hafði ekki hugmynd um hver ég væri.
Að öðrum málum þá eyddi ég helling af pening á kreditkorið hennar mömmu í gær - er svo dugleg :) en reyndar varð þetta allt fyrir hana gert. Var að kaupa flugfar til Barcelona fyrir hana. Það sem ég geri ekki fyrir lán á bíl. Já greinilegt að ég býst bara við bílnum þegar hún fer ;-)
Að enn öðrum málum þá er nýtt verkefni byrjað í vinnu nr. 2 - og var á um 2 klst fundi/kynningu á því í gær. Svo nú er ég margs fróðari um ADSL - fyrst þegar ég las yfir þetta gat þetta allt eins verið kínverska fyrir mér en vonandi get ég staulast fram úr þessu.
bla bla bla
mánudagur, september 20, 2004
Áhugamál
Leit að áhugamáli hjá mér er hafin- finnst ég þurfa eitthvað en veit samt ekki hvað það á að vera. Lítur út fyrir að Rauði Krossinn sé að detta út hjá mér og hef bara verið með annan fótinn í þessu undanfarin ár þó báða fætur núna í sumar.
Vil þó taka það fram að hef engan áhuga á að fara að stunda golf, sauma, prjóna, ekkert sem krefst mikillar nákvæmisvinnu í höndum og þolinmæði. Lítur út fyrir að ekki sé mikið eftir ;-)
Það var aðeins rætt um þetta í saumaklúbbnum í gær og kom upp ágætur möguleiki sem ég vona að úr verði en allt saman spurning því oft á tíðum virðist framkvæmdarleysið hrjá þennan hóp afskaplega mikið.
En ef þið hafið hugmyndir um eitthvað sem ég gæti tekið fyrir hendur endilega setjið það í komment!
Linda í leit að áhugamáli
föstudagur, september 17, 2004
Komin heim
Jamm er víst komin heim, var sótt af nöfnu minni í dag og tók af henni bílinn í leiðinni. Þokkalegt það. Reyndar er hún og pabbi að fara vestur í Dali í réttir þannig að hún notar ekki bílinn á meðan.
Allavega það var rosalega gott að komast út í "sveit" og skipta um umhverfi í smá tíma, alveg hreint rosalega gott og eina tilhlökkunin við að koma heim var sú að fara á netið og skoða bloggin. How sick is that?
Afrekaði ekki eins mikið og ég ætlað mér þessa viku :( en oh well verð að lifa með það. Það verður bara spýtt í lófana og haldið áfram. Varð líka að fá smá feedback á það sem ég var að gera til þess að geta haldið áfram.
Fékk góða gesti í heimsókn þessa viku, fékk Kolumbíufara með nýja fjölskyldumeðliminn þannig að núna er ég loksins búin að hitta hann Ísak Esteban :-) þrælmyndarlegur strákur. Fékk síðan matargesti í gær sem komu með matinn með sér og elduðu. Ekki slæmt það.
Talandi um mat þá kom ég með alveg helling með tilbaka aftur, tókst ekki alveg að klára enda líka gerðist ég löt við að borða. Þetta byrjaði allt saman vel enda kom Sigga með mér og var hjá mér um helgina (hún líka að læra). Þannig að við vorum duglegar við að elda og fá okkur að borða. Hún fór síðan á sunnudagskvöldinu og ég varð áfram dugleg á mánudag og smá á þriðjudag en svo hætti ég að nenna að elda eða finna mér eitthvað að borða. Greinilega skiptir ekki máli þótt þú eigir helling af mat í ísskápnum :-) því yfirleitt hef ég það mér til afsökunar hér heima að það er yfirleitt alltaf tómur ísskápur.
Linda sem á vikufrí eftir
föstudagur, september 10, 2004
Sumarbústaður
Þá er komið að því að ég fari í langþráðan sumarbústað og mun dvelja vikuna!
Búin að kaupa helling af mat til þess að taka með mér en á eftir að pakka niður öðru dóti og skóladótinu. Ojá það á að vera lært. Ef það verður ekki get ég alveg eins bara sleppt því að koma aftur heim.
Bíllausa ég á góða að því ég verð keyrð í bústaðinn og svo sótt aftur eftir viku!
Svo jafnvel er útlit fyrir að ég fái heimsókn frá góðu fólki - er reyndar að vonast að ég fái jafnvel að hitta einn nýjan vin sem er bráðum að verða ársgamall!
Þarf að æfa nokkur orð í spænsku svo ég geti nú heillað hann upp úr skónum því ég heyrð það frá áreiðanlegri heimild að hann væri afskaplega hrifin af fólki sem talaði spænsku :)
habla espaniol!! eða eitthvað
miðvikudagur, september 08, 2004
Játning
Verð að koma með stóra játningu hér í sambandi við tónlist en veit ekki nákvæmlega hvernig ég á að orða þetta eða koma þessu frá mér.
Ég er viðkvæm gagnvart tónlist eða réttara sagt að hlusta á "réttu" tónlistina og hafa ekki lélegan tónlistarsmekk. Ég veit þetta er lousy en samt sem áður rétt. Ég er búin að vera svona lengi lengi....ég fell stundum fyrir ákveðnum lousy pop lögum en þori síðan ekki að viðurkenna það. Hvorki fyrir mér né öðrum. Reyndar þá leiðist mér oft á tíðum tónlistin sem er spiluð í útvarpinu - virðist allt vera það sama eða spilað aftur og aftur.
Núna hlusta ég mikið á Sigur rós enda elska ég þá hljómsveit, Nick Cave, Coldplay, Eivör og virðast þessir diskar fara mikið í gegnum geislaspilarann hjá mér.
En játningin er komin út og líður mun betur ;-)
Linda&tónlist
mánudagur, september 06, 2004
Fórnarkostnaður
Fréttirnar sem maður hefur heyrt undanfarið um í Ossetíu og gíslatökumálið er rosalegur.
Ég get svo sem skilið stefnu Rússa um að láta ekki undan þegar gíslataka er á annað borð. Get alveg ímyndað mér að hugsunarhátturinn sé þannig að ef við látum undan þessu þá kemur næsti og heimtar eitthvað annað því þeir sjá að hægt er að framkvæma þetta og því verður að setja hnefann í borðið og láta ekki undan neinu.
Fórnarkostnaðurinn var hinsvegar alltof hár í þessu tilfelli ekki það að færri mannslíf hefði verið ásættanlegri en spurningin um hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi. Hefði ekki verið hægt að reyna að semja til þess að bjarga mannslífum og börnum og so what ef þeir hefðu þá ekki staðið við það eða komið á eftir þeim eftir að búið væri að frelsa gíslana úr skólanum!
Mínar hugsanir og samúð fer til fólksins í Beslan!
föstudagur, september 03, 2004
Góð tilfinning
Það fylgir mjög góð tilfinning að hafa skrifborðið í vinnunni tómt, ekkert í vinnslu og ekki neitt og vera að fara í sumarfrí.... næs!
1 klst eftir
Út að borða!
Vinnan er að fara í sumarloka/haustfagnað! Fagna góðs gengis í sumar og förum út að borða. jeiii var gaman í fyrra og vonandi verður jafn gaman ef ekki skemmtilegra núna og ég fái enga spýtu í hausinn.
Gleymdi símanum heima og það er alveg gríðarlega óþægilegt! Maður hefur kannski bara gott af því að venjast þessu. En in case einhverjir ætluðu að hringja skiljið þá eftir skilaboð í talhólfinu þannig að ég get þá haft samband tilbaka.
Seinasti vinnudagurinn í vinnunni fyrir sumarfrí - hlakka svo til! Svo er það bara sumarbústaður eftir viku.
sumarfrí - sumarfrí
miðvikudagur, september 01, 2004
Breytingar
Sumar breytingar eru bara hreint ekki til góðs. Ég er engan veginn að fíla nýtt útlit á mbl.is, finnst það alveg kolómuglegt.
Á hringferðinni þá stóðst ég ekki mátið en að keyra aðeins í gegn á Bakkafirði og Vopnafirði. Það hafa orðið þó nokkrar breytingar á Bakkafirði síðan ég var þar, búið að bæta við fullt af húsum og meira segja komin ein ef ekki tvær götur í viðbót. Ábyggilega einn af fáum stöðum úti á landi sem hefur stækkað. Spurning hversu mörg ár líða þangað til maður sér húsin tóm eins og á svo mörgum öðrum stöðum. Er eitt hús á staðnum sem mér þykir eiginlega mjög vænt um en það er gamla kaupfélagshúsið. Helmingurinn þar sem Marinó gamli bjó lítur svo mikið betur út heldur en annar helmingurinn af húsinu og það er einungis sá helmingur sem manni þykir vænt um. Allir krakkarnir í þorpinu þyrptust líka til hans til þess að fá harðfisk bita, heimsækja gamla manninn og sumir til þess að fá píanókennslu. Var mikill missir þegar hann dó!
Fannst Vopnafjörður hinsvegar hafa breyst lítið, húsið sem ég bjó í þar lítur reyndar mun betur út, skólinn orðin skrautlegri og jú reyndar stækkað. Svo hefur ein matvörubúðin sem var þar lagt upp laupana og í sjoppuna er komin einhver gjafavörubúð.
En það var pínku skrýtið að keyra þarna í gegn en samt ekki. Allt eins og ég mundi eftir.
Kolumbíufarar bíða eftir að fá flug heim og ég eftir að þau komi heim. Myndirnar af litla kút eru frábærar og sér maður alveg prakkarasvip skína í gegn. Minnti mig stundum á púkasvipinn á Núma Steinn litla bróður þegar ég sá sumar myndirnar.
Stutt í sumarfríið mitt! Hlakka svo til!.
2, 5 dagur í vinnu eftir