Reunion
Byrja á því að óska Siggu vinkonu til hamingju með afmælið! Til hamingju með afmælið :) og njóttu dagsins í botn jafnvel þótt þú fáir okkur ekki í heimsókn.
Að öðru tali þá verður reunion hjá Öldutúnsskóla núna 8. maí, ég frétti það í saumaklúbb semsagt núna seinast þar sem vinkonur mínar nema Sigga höfðu fengið bréf um þetta.
Ég tók þá ákvörðun þar sem ég hafði ekki fengið bréf að mæta ekki, (nei ég hélt ekki að þau væru vísvitandi að senda mér ekki bréf). Nema hvað núna áðan fékk ég símtal frá einum af þeim sem eru að skipuleggja reunionið til þess að láta mig vita og sagði mér það að þau hefðu verið með gamlan lista, lista frá því í 7 bekk þannig að þeir sem byrjuðu eftir það (m.a. ég og Sigga) hefðu ekki fengið neitt bréf.
Núna er ég því í djúpum ég þarf að taka ákvörðun, á ég að mæta eða ekki!
Seinast var reunion 1996 og því töluvert síðan, búin að frétta það hér að gellurnar úr j-inu ætluðu að mæta en við vinkonurnar vorum í k-inu. Þrjár af vinkonunum ætla að mæta og tvær sennilegast ekki og ég er á báðum áttum.
Skýtur upp líka þessi hugsunarháttur ég er ekki nógu flott, ekki að gera neina skemmtilega hluti og er bara auli og hef ekkert skemmtilegt til að segja frá....... gass hvað maður er nú eitthvað ..............
Linda að fara eða fara ekki!
fimmtudagur, apríl 29, 2004
Birt af Linda Björk kl. 16:26
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli