Pirruð
Ég er pirruð en þó mest á sjálfri mér.
Ég er pirruð vegna þess að ég var pirruð við góðan vin sem á í klemmu, klemmu sem þessi vinur kom sér sjálfum í. En allra mest pirruð að ég varð pirruð út í hann og lét bitna á honum í stað þess að styðja hann.
Var á Íslandsmeistaramótinu í Catan í gær, komst ekki áfram en Dagný frænka hélt þó heiðri fjölskyldunnar uppi og lenti í 4 sæti. Þau sem sjá um spilamótið eiga heiður skilið, boðið var upp á léttar veitingar, pizzur og gos. Ekki nóg með það heldur fékk maður líka hrókinn (spil) í lokin.
Lítur út fyrir það að ég sé að fara til Austurríkis í júní að taka þátt í FACE, skyggði þó smá á gleðina að þessi ákvað að draga sig úr.
Fór í jóga seinasta föstudag eftir langt hlé og mikið afskaplega var það gott, búin að vera nefnilega rosalega illt í öxlunum undanfarið en hefur eitthvað losað um.
Linda pirraða
sunnudagur, apríl 25, 2004
Birt af Linda Björk kl. 22:43
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli