Gjafabréf
Hunskaðist loksins í kringluna til þess að nota gjafabréfin sem ég fékk í afmælisgjöf, ætlaði samt ekki að nenna. Fékk félagsskap þannig að gerði það auðveldara að fara. En gekk mjög fljótt og vel fyrir sig. Fór í NEXT og tók tvær buxur og bol til þess að máta, fór úr klefanum og keypti bol og buxur! Hreint furðuverk. Er núna því buxum, bol og brjóstahaldara ríkar og á enn smá pening eftir. Fattaði of seint að ég hefði átt að fara í sokkabúðina til að versla mér sokka.
Fór á skyndihjálparæfingu í gær með liðinu sem á að fara út, vorum að æfa skoðun og mat. Þar fékk einn af strákunum að káfa á mér þegar hann tók mig í skoðun. Má þakka fyrir að ég er ekki á þeim tíma í tíðarhringnum þar sem brjóstin eru viðkvæmust hahaha! Hann þrýsti líka duglega á mjaðmirnar á mér en ég komst heil út úr þessu. Fattaði síðan í bíó hverju við höfðum gleymt, að tjekka á viðbeinunum. Ferlegt en erum búin að ákveða að nánast að fara í þetta á hverri æfingu svo við getum verið með þetta 100% eða allt að því....... ekki nema strákunum finnist svona gaman að þukla á hver öðrum ;-)
Fór á Kill Bill volume 2 í gær, fór í Laugarásbíó og myndin stoppaði tvisvar í byrjun. Ég og Birgir vorum búin að ákveða það að fara út ef það gerðist í þriðja skiptið og fá endurgreitt, en það kom ekki til þess en í staðinn er ég rosalega þreytt.
Pirrandi hvað fólk getur nú verið leiðinlegt í bíó, greinilega að einhverjum leiddist í gær og lét okkur hin finna fyrir því með því að geispa svona rosalega að það heyrðist um allan sal og ekki bara einu sinni.
Linda þreytta!
miðvikudagur, apríl 28, 2004
Birt af Linda Björk kl. 10:30
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli