Blaður
Var ótrúlega kalt í gær, svo kalt að ein samstarfskona sá aum á mér og lánaði mér peysu og svo fékk ég mér te, hlýnaði aðeins við það.
Flýtti mér síðan heim í gær og engin Sigga heima, nennti ómöglega að hlunkast beint fyrir framan tölvu aftur þannig að ég lagðist upp í rúm í smá tíma. Sendi þó Siggu sms um að hún væri að svíkjast. Hún hringdi þó einhverjum 15 mínutum síðar (að ég held) og greyið sagðist nú bara vera á Þjóðarbókhlöðunni þannig að hún var mjög dugleg. Fær klapp á bakið. Þannig að ég dröslaðist úr rúminu og kveikti á tölvunni.
Fór síðan og kíkti á þessar síður sem Sigga fann fyrir mig og komst á ótrúlega margar aðrar síður út frá því. Fann einn þjóðgarð í Ástralíu og var þrælskemmtilegt að lesa um hann. Hefði alveg getað gleymt mér þar en var nú að leita að einhverju tengt fötluðum og fann það þar. Hef ekki enn fundið neina þjóðgarða eins og í Skandinavíu og Englandi...... fann í Kanada en voru ekki með neinar upplýsingar um það sem ég þurfti. Það skemmtilega við þjóðgarðinn í Ástralíu er að þar var sagt frá krókódilunum og ýmsar varúðarráðstafanir sem gestir þurfa að gera eins og að tjalda að minnsta kosti 25 metra frá árbakka þar sem krókódílarnir geta annars komið, síðan eru skilti um að ekki megi synda. Hættulegt vegna krókódíla. Rakst síðan á könnun sem þjóðgarðurinn gerir og þar kom í ljós að eitthvað um 50% gestanna syndir þrátt fyrir að þeir viti um hættuna. Mundi ég þora því??? ónei... gleymið því.
Grunur minn fékkst líka staðfestur í gær að tortilla (mexikanskur matur) er algjörlega félagslegur matur. Er ekki góður nema í félagsskap.
Fékk áðan líka þennan gífurlega spennandi póst, það voru upplýsingar um veraldarvini. Getið séð heimasíðuna þeirra hér. Þeir bjóða upp á að sjálfboðaliðar fari viðsvegar um heiminn og vinni í ýmsum málefnum, sá til dæmis að hægt væri að fara til Ástralíu og vinna í stígagerð. Ég er byrjuð að láta mig dreyma..... gæti kannski líka verið góð hugmynd og gert síðan einhverja rannsókn út frá þessu til að vinna að hinni bs ritgerðinni minni....... hmm..... *hugsa* *hugsa*
Linda dreymin
miðvikudagur, apríl 07, 2004
Birt af Linda Björk kl. 12:07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli