BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, apríl 30, 2004

Útborgað

Fékk útborgað í dag, strax farið aftur. Tekur ekki langan tíma hmm......... Merkilegt nokk samt sem áður, nú er ég búin að fá VR launahækkunina og var með eitthvað af aukavinnu í seinasta mánuði en samt finnst mér ég vera að fá jafn lítið útborgað. Held það borgi sig barasta ekki að vinna aukavinnu sem ég mun reyndar ekki komast hjá á næstu mánuðum.

Fáum ný skrifborð sennilegast um helgna, þannig að verður bara spennandi að koma í vinnuna á mánudaginn :-) jeeiiii loksins loksins.

Linda útborgunarfíkill

Skákmót á Kúbu

Ég hef verið á þessu torgi hér en að vísu spilaði ég ekki skák!

Linda sem hefur ekki spilað skák í Santa Clara

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Reunion

Byrja á því að óska Siggu vinkonu til hamingju með afmælið! Til hamingju með afmælið :) og njóttu dagsins í botn jafnvel þótt þú fáir okkur ekki í heimsókn.

Að öðru tali þá verður reunion hjá Öldutúnsskóla núna 8. maí, ég frétti það í saumaklúbb semsagt núna seinast þar sem vinkonur mínar nema Sigga höfðu fengið bréf um þetta.
Ég tók þá ákvörðun þar sem ég hafði ekki fengið bréf að mæta ekki, (nei ég hélt ekki að þau væru vísvitandi að senda mér ekki bréf). Nema hvað núna áðan fékk ég símtal frá einum af þeim sem eru að skipuleggja reunionið til þess að láta mig vita og sagði mér það að þau hefðu verið með gamlan lista, lista frá því í 7 bekk þannig að þeir sem byrjuðu eftir það (m.a. ég og Sigga) hefðu ekki fengið neitt bréf.
Núna er ég því í djúpum ég þarf að taka ákvörðun, á ég að mæta eða ekki!

Seinast var reunion 1996 og því töluvert síðan, búin að frétta það hér að gellurnar úr j-inu ætluðu að mæta en við vinkonurnar vorum í k-inu. Þrjár af vinkonunum ætla að mæta og tvær sennilegast ekki og ég er á báðum áttum.

Skýtur upp líka þessi hugsunarháttur ég er ekki nógu flott, ekki að gera neina skemmtilega hluti og er bara auli og hef ekkert skemmtilegt til að segja frá....... gass hvað maður er nú eitthvað ..............

Linda að fara eða fara ekki!

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Gjafabréf

Hunskaðist loksins í kringluna til þess að nota gjafabréfin sem ég fékk í afmælisgjöf, ætlaði samt ekki að nenna. Fékk félagsskap þannig að gerði það auðveldara að fara. En gekk mjög fljótt og vel fyrir sig. Fór í NEXT og tók tvær buxur og bol til þess að máta, fór úr klefanum og keypti bol og buxur! Hreint furðuverk. Er núna því buxum, bol og brjóstahaldara ríkar og á enn smá pening eftir. Fattaði of seint að ég hefði átt að fara í sokkabúðina til að versla mér sokka.

Fór á skyndihjálparæfingu í gær með liðinu sem á að fara út, vorum að æfa skoðun og mat. Þar fékk einn af strákunum að káfa á mér þegar hann tók mig í skoðun. Má þakka fyrir að ég er ekki á þeim tíma í tíðarhringnum þar sem brjóstin eru viðkvæmust hahaha! Hann þrýsti líka duglega á mjaðmirnar á mér en ég komst heil út úr þessu. Fattaði síðan í bíó hverju við höfðum gleymt, að tjekka á viðbeinunum. Ferlegt en erum búin að ákveða að nánast að fara í þetta á hverri æfingu svo við getum verið með þetta 100% eða allt að því....... ekki nema strákunum finnist svona gaman að þukla á hver öðrum ;-)

Fór á Kill Bill volume 2 í gær, fór í Laugarásbíó og myndin stoppaði tvisvar í byrjun. Ég og Birgir vorum búin að ákveða það að fara út ef það gerðist í þriðja skiptið og fá endurgreitt, en það kom ekki til þess en í staðinn er ég rosalega þreytt.
Pirrandi hvað fólk getur nú verið leiðinlegt í bíó, greinilega að einhverjum leiddist í gær og lét okkur hin finna fyrir því með því að geispa svona rosalega að það heyrðist um allan sal og ekki bara einu sinni.

Linda þreytta!

þriðjudagur, apríl 27, 2004

P.s.

Gleymdi að skrifa um uppgötvun mína eftir spilamótið í catan, en það eru sætir strákar sem spila catan, sá það alveg á laugardaginn (hlýt að fá prik frá einhverjum hahaha)!

Friends kvöld

Hitti Stebba í jóga í gær þar sem hann bauð mér í mat til sín og Guðmundu eftir jógað.

Hann grillaði þessar fínu lærisneiðar og svo var tekið sig til og horft á friends þætti og mjólk og sukkulaðibitasmákökur einhverjar maulaðar með....... jammí. Missti töluna af hve marga þætti við horfðum á.

Er reyndar frekar þreytt í dag og svo spá í þessu bloggi mínu því mér hreinlega finnst það ekki skemmtilegt..... þarf að finna eitthvað skemmtilegra til að skrifa um.......... en á móti kemur þá að ég held er það tímafrekara þarf að hugsa meira og skrifa það svo niður og gæti bara hreinlega verið mér ofviða. Hugsa að þess vegna hafi ég fest í þessum dag frá degi skrifum mínum því það er auðveldast.

En kannski bara að ég ætti að fara að nota heilann, nýta tíman betur og skrifa eitthvað þrælskemmtilegt!

Fyrir utan allt hitt sem ég þyrfti að gera líka.

Linda í umhugsun

sunnudagur, apríl 25, 2004

Pirruð

Ég er pirruð en þó mest á sjálfri mér.

Ég er pirruð vegna þess að ég var pirruð við góðan vin sem á í klemmu, klemmu sem þessi vinur kom sér sjálfum í. En allra mest pirruð að ég varð pirruð út í hann og lét bitna á honum í stað þess að styðja hann.

Var á Íslandsmeistaramótinu í Catan í gær, komst ekki áfram en Dagný frænka hélt þó heiðri fjölskyldunnar uppi og lenti í 4 sæti. Þau sem sjá um spilamótið eiga heiður skilið, boðið var upp á léttar veitingar, pizzur og gos. Ekki nóg með það heldur fékk maður líka hrókinn (spil) í lokin.

Lítur út fyrir það að ég sé að fara til Austurríkis í júní að taka þátt í FACE, skyggði þó smá á gleðina að þessi ákvað að draga sig úr.

Fór í jóga seinasta föstudag eftir langt hlé og mikið afskaplega var það gott, búin að vera nefnilega rosalega illt í öxlunum undanfarið en hefur eitthvað losað um.

Linda pirraða

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Færeyjarferð

Færeyjarferðin var bara snilld.

Bjössi frændi dekraði við okkur, eftir að við frænkurnar vorum búnar að finna út rútuna til Þórshafnar frá flugvellinum (var sko ekkert erfitt) tók Bjössi á móti okkur niður á höfn. Þá tók hann okkur í smá bíltúr áður en stoppað var á Pizza 67 og okkur boðið upp á pizzu. Var hinn huggulegasti staður og stórskemmtilegt að skoða matseðilinn. Fyrir utan það að hann var á færeysku þá er þarna pizza sem heitir í höfuðið á Bjössa og heitir Bossanova, svo það stórskemmtilega er að ein pizza heitir eftir fasta kúnna sem kemur þarna víst oft.

Eftir át var haldið síðan heim til Bjössa en hann býr út í rassgati (hann er í afneitun með það sjálfur) eða í Norðasta horni. Kenndum honum Catan og tókum þrjú spil þar sem öll unnum eitt..... frændsystkinakærleikurinn mjög mikil þarna fyrst greinilega :-)

Fórum í skoðunarferð um nokkra staði, smökkuðum skerpukjöt og síðuspik. Snilldarferð semsagt.

Annað í fréttum er það að samvistarmakinn virðist bara vera búin að segja mér upp, gat meira segja ekki notað síma, bréf eða annað til að láta mann vita heldur bara hættir að hafa samband með öllu. Síðan þegar maður heyrir í samvistarmakanum er það til þess að biðja mann um að koma með dótið sitt sem var heima í saumaklúbbinn........... haldið þið að sé framkoma.

Pablo er líka farin úr húsi........ var frekar skrýtið svona fyrstu dagana. Hef alltaf verið að líta í hornið til hans til að athuga með hann. En það góða er að þarf ekki lengur að óttast það að ég sé að drepa hann úr hungri og ekki með fuglafjaðrir og annan ósóma lengur.

Var að byrja á páskaeggi nr. 6 í gær, var búin að koma með eitt niður í vinnu svo hægt væri að hjálpa mér með það og annað til Jens. Fékk nefnilega þrjú stykki :)

Var á skyndihjálparæfingu í gær........ gekk ekki svo vel

og síðast en ekki síst þá er ég orðin bíllaus og farin að taka strætó aftur.

Linda bíllausa

föstudagur, apríl 16, 2004

Ráðið í orð

Getur einhver lesið út hvað stendur hér? assumingnoagelimit

Tók mig smá tíma en tókst!

Linda svo klár í dag

Birta til

Jæja það er kannski aðeins farið að birta til hjá mér.

Í dag er fermingarafmæli hans pabba, sorry en nenni ekki að reikna út fyrir hvað mörgum árum síðan hehe. Til hamingju pabbi :)

Í dag er líka 11 ár síðan spangirnar voru teknar, var mjög góður dagur. Þurfti þó aðeins að bíða með að brosa því ef slíkt gerðist fékk fólk ofbirtu í augun. Til hamingju Linda :)

Í dag fer ég til Færeyja, var komin smá spenningur í gærkveldi þegar ég talaði við Guðmundu um hvað ég ætti nú að gera. Hún kom með fullt af góðum hugmyndum. Væri nú þrælgaman að fara með henni þar sem hún á nú ættir sínar að rekja þangað, hálf færeysk stelpan.

Í dag þarf ég líka að fara í bankann til þess að ná mér í nokkrar danskar krónur en nenni því ómöglega.

Í dag þarf ég líka að pakka, hmm....... talandi um að gera allt á síðustu stundu, nennti þessu ómöglega gærkveldi, henti síðan einhverjum fötum í rúmið í morgun. Þarf heldur ekkert mikið þar sem þetta eru nú bara 3 nætur.

Í dag er bloggerinn líka eitthvað leiðinlegur, fer ekki á síður hjá fólki með blogspot ef maður setur www fyrir framan og síðan komu íslensku stafirnir í eitthvað rugl.

Í dag þarf ég síðan að finna brosið og komast í ferðagírinn.

Svona er Linda í dag

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Færeyjar

Færeyjaferðin á morgun, unreal!

Ef einhver er með góðar hugmyndir sem hægt er að gera eða eitthvað sem er möst endilega hafið samband við mig eða kommentið í komment kerfinu.

Er leið :( og veit ekkert hvað ég á að gera í því eða hvernig. Allt í hnút. Ekki gaman, hefur þar af leiðandi áhrif á Færeyjarferðina.

Tek Catan spilið með mér, vona bara að Bjössi sé til í að spila og verði ekki að vinna alveg allan tíman, vantar þó sárlega fjórðu manneskjuna. Tek líka skyndihjálparbók með mér........ lítur út fyrir þar af leiðandi að ég verði bara að spila og læra í Færeyjum. Kannski er betra loft þar sem gefur manni eitthvað kikk..... hahaha. Nei reyni að skoða og fara í göngutúra.

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Þreytt

Er þreytt eftir andvökunótt og þyrfti því mikið koffín í dag til þess að halda mér uppi, drekk bara ekki kaffi.

Varð mjög reið í gærkveldi og er það enn sem gerði það að verkum að ég gat ekki sofnað og svo þegar klukkan á símanum hringdi í morgun þá glaðvaknaði ég þrátt fyrir að undanfarna morgna hefur það reynst voða erfitt.

Langar að láta ýmislegt flakka hérna en held ég láti það ógert, vil ekki seinna meir fara að skoða og taka út..... finnst það frekar hallærislegt.

föstudagur, apríl 09, 2004

Skrifandi

Sit hérna fyrir framan tölvuna mína með Dido í geislaspilaranum og bíð eftir því að skrifaandinn komi yfir mig. Þó ekki til þess að geta skrifað hérna á bloggið heldur til þess að geta haldið áfram með ritgerðina mína. Með þessu áframhaldi þá kemur hann ekkert og því er það bara spurning um að bíta á jaxlinn og skrifa. Held ég hafi heldur ekki þennan skrifanda í mér yfir höfuð. Að minnsta kosti aldrei orðið hans vör.

Vaknaði í morgun með góð fyrirheit, var búin að ákveða að leyfa mér að sofa út sem ég og gerði því ég spilaði catan í gærkveldi heima hjá pabba til að verða hálf þrjú.
Þreif pleisið þegar ég komst úr rúminu og þegar ég var að ljúka við það þá hringdi Ásdís í mig til að athuga hvort ég vildi koma í Bláa lónið með henni og samvistarmaka mínum.... en ég var dugleg og stóðst freistinguna og hún Sigga má fá stórt samviskubit. En samt sem áður með þessu áframhaldi þá hefði ég bara betur átt að fara í lónið í staðinn fyrir að hanga heima og verða ekki neitt úr verki.

Svo ég tali nú aðeins meira um catan þá held ég þetta sé barasta ekki fjölskylduvænt spil, ýmis ljót orð sem fjúka og annað í þeim dúr. Þau hlógu bara að mér þegar ég sagði þetta og enn meira síðan þegar ég kallaði litlu systir mína druslu því hún eyðilagði eitthvað fyrir mér og ætlaði að afneita henni sem systur. Hér með biðst ég hana afsökunar á því og að sjálfsögu afneita ég henni ekki. Ég var samt sem áður ekki með versta orðbragðið, sum önnur ætla ég barasta ekki að hafa eftir :-), á tímabili var ég farin að óttast um sambandsslit og annað en sem betur fer voru bara komnar hótanir um að fara ekki með ákveðnum aðila í golf og svona. Spurning hvort einhver hafi þó sofið í sófanum.

Gott að ljúka þessu blaðri og fara að skrifa á öðrum stöðum, eitthvað sem þarf miklu frekar og græði mun meira á :-)

Linda ekki í skrifstuði

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Blaður

Var ótrúlega kalt í gær, svo kalt að ein samstarfskona sá aum á mér og lánaði mér peysu og svo fékk ég mér te, hlýnaði aðeins við það.

Flýtti mér síðan heim í gær og engin Sigga heima, nennti ómöglega að hlunkast beint fyrir framan tölvu aftur þannig að ég lagðist upp í rúm í smá tíma. Sendi þó Siggu sms um að hún væri að svíkjast. Hún hringdi þó einhverjum 15 mínutum síðar (að ég held) og greyið sagðist nú bara vera á Þjóðarbókhlöðunni þannig að hún var mjög dugleg. Fær klapp á bakið. Þannig að ég dröslaðist úr rúminu og kveikti á tölvunni.

Fór síðan og kíkti á þessar síður sem Sigga fann fyrir mig og komst á ótrúlega margar aðrar síður út frá því. Fann einn þjóðgarð í Ástralíu og var þrælskemmtilegt að lesa um hann. Hefði alveg getað gleymt mér þar en var nú að leita að einhverju tengt fötluðum og fann það þar. Hef ekki enn fundið neina þjóðgarða eins og í Skandinavíu og Englandi...... fann í Kanada en voru ekki með neinar upplýsingar um það sem ég þurfti. Það skemmtilega við þjóðgarðinn í Ástralíu er að þar var sagt frá krókódilunum og ýmsar varúðarráðstafanir sem gestir þurfa að gera eins og að tjalda að minnsta kosti 25 metra frá árbakka þar sem krókódílarnir geta annars komið, síðan eru skilti um að ekki megi synda. Hættulegt vegna krókódíla. Rakst síðan á könnun sem þjóðgarðurinn gerir og þar kom í ljós að eitthvað um 50% gestanna syndir þrátt fyrir að þeir viti um hættuna. Mundi ég þora því??? ónei... gleymið því.

Grunur minn fékkst líka staðfestur í gær að tortilla (mexikanskur matur) er algjörlega félagslegur matur. Er ekki góður nema í félagsskap.

Fékk áðan líka þennan gífurlega spennandi póst, það voru upplýsingar um veraldarvini. Getið séð heimasíðuna þeirra hér. Þeir bjóða upp á að sjálfboðaliðar fari viðsvegar um heiminn og vinni í ýmsum málefnum, sá til dæmis að hægt væri að fara til Ástralíu og vinna í stígagerð. Ég er byrjuð að láta mig dreyma..... gæti kannski líka verið góð hugmynd og gert síðan einhverja rannsókn út frá þessu til að vinna að hinni bs ritgerðinni minni....... hmm..... *hugsa* *hugsa*

Linda dreymin

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Catan helgi

Þetta var eiginlega sannkölluð Catan helgi, þv íeftir bíó á föstudagskvöldið var tekin einn leikur í sæförunum (viðbót við Catan), laugardagskvöldið var svo tekið undir catan þar sem ég nota bene vann 2 skipti og svo lögðust ALLIR á eitt með að ég mundi nú ekki vinna aftur. Á sunnudagskvöldinu var mér boðið ímat til pabba og nöfnu og þar hélt ég áfram að bera út fagnaðarerindið og kenndi þeim spilið :-) sem hefur tekist svona frábærlega vel þar sem þau hringdu í mig aftur í gærkveldi til þess að athuga hvort ég vildi spila. Því miður var ég svo þreytt eftir kvöldið á undan (vorum að spila til hálf tvö) að ég var komin upp í rúm og háttuð klukkan níu þegar þau hringdu.

Annars var ég næstum því búin að ákveða að sparka samvistarmaka mínum. Samvistarmaki er eitthvað sem ég hef aldrei heyrt áður en Sigga fann í lögum núna um daginn og ákváðum að við værum samvistarmakar, svo er til makar og sambúðarmakar. En allavega ég var nærri búin að taka ákvörðun um að sparka henni þar sem hún sveik mig svona rosalega á laugardaginn, Sigga ákvað bara að mæta ekkert og þar af leiðandi var mér eitthvað voðalega lítið úr verki. Á sunnudeginum mætti hún reyndar svoldið seint en ákvað svo að fyrirgefa henni þar sem hún fann fyrir mig vonandi tilvonandi heimildir. Á eftir að skoða þetta betur en allavega henni var fyrirgefið og engar drastískar ákvarðanir teknar.

Í gær var ég svo sniðug því mig langaði til þess að fara á ljósmyndasýninguna hans Birgis (og Ágústar) í Smáralindinni í gær þannig að ég plataði Siggu með mér svo hún mundi nú ekki tuða um að ég kæmi seint :). ?rni og Jens komu einnig þannig að varð alveg ágætis ferð og fengum líka leiðsögn ljósmyndarans.

Svo að lokum þá er ég bara endalaust núna að hugsa um zombies eftir myndina á föstudaginn. Þegar ég keyrði heim í rigningunni þá var ég alltaf á varðbergi um að þeir myndu nú bara allt í einu birtast og svo líka áður en ég fór að sofa þá var seinasta hugsunin að þeir ættu nú auðvelt með að komast inn.

Linda sem ber út fagnaðarerindið

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Aulinn ég

Vissi að ein bókun væri hrekkur sem ég fékk í dag, 2 persónur með 6 börn frá Búlgaríu ætluðu að koma hingað með hundana sína tvo og ferðast um í rútu. Ég svaraði samt samviskusamlega, kunni nú ekki við annað. Þessi aðili skrifaði líka allt of góða ensku til þess að vera trúverðugt...... en ég svaraði samt samviskusamlega og kvartaði í stelpunum. Sagði að það væri ábyggilega milli þá að koma til Íslands hahaha.

Svo var þetta náttlega Steffi sem var að hrekkja mig og hefur ábyggilega haft mjög gaman af þegar ég var að kvarta. Hún þarf heldur betur að fara að passa sig konan sú....... en þá er líka heldur ekkert að marka þetta sem ég setti inn sem svar sem ég fékk því það er allt frá Steffi.

Steffi fékk samt margar gagnlegar upplýsingar hjá mér og ein er það að ekki eignast sex börn og ferðast til Íslands það er bara rándýrt hehehe ;)

Linda enn að jafna sig

Lovely person

Það skín alveg í gegnum tölvupóstana hérna frá mér í vinnunni hvað ég er nú meiriháttar persóna, fékk svar áðan sem ég bara verð að setja hérna inn hluta af:

thank you so much. You are a very lovely person and I am already looking
forward to meet you in person when we come to Iceland.


Sumir gætu nú bara spurt sig hvað ég væri að gera sem Steffi gerði akkúrat, og ég spyr mig bara líka... what am I doing.

Linda hlessa yfir þessu öllu saman

Aprílgabb

Eins og 1. apríl getur nú verið skemmtilegur þá leiðist mér að vera á varðbergi í allan heila dag. Er þó búin að fatta aprílgabbið í Mogganum :-)

Steffi gat platað Markús all laglega í morgun svo vel að hún sagði honum nánast frá því samstundis aftur.... vildi ekki missa vinnuna sko ;-)

Grillið fínt í gær, loksins sá maður langtímaleigjenduna sem eru reyndar að fara á föstudaginn.

Linda á varðbergi